<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 15, 2003
Gott að þú fannst gleðina á ný Þórhildur mín. Finnst betra að vita af þér þarna úti glaðri en dapurri.
Hjólaði í vinnuna í morgun í fallegu haustveðri. Sól, logn og dálítið svalt, svona rétt nóg til að verða pínu rauður á nebbanum. Það var hressandi. Er annars nokkuð spræk eftir helgina sem ég eyddí í góðu yfirlæti hjá Möttu á Lauganesveginum. Þar er gott að vera. Gáfum eldhúsreglunum hennar langt nef og drukkum rautt, hvítt og bjór og borðuðum engan fisk. Hámuðum í okkur þeim mun meira af frönskum, held að kvótinn fyrir næstu mánuðina hafi klárast þessa helgi.
Best að árétta eitt. Það eru fleiri Rangæingar í hópnum en Hildur, biðst margfaldlegrar afsökunar Helga Holta- og Landsveitarpía á þessari yfirsjón minni (fékk sko skammir frá henni um helgina) en nú er það hér með leiðrétt. Og hananú!

Kossar frá Húrí