<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 15, 2003
Ég fyrirgef allt eins og þú veist Ásdísin mín, eða a.m.k. flest. Ég var svo ógeðslega mygluð í morgun þegar ég vaknaði að ég bara gat varla mætt í vinnuna. Getur maður ekki hringt sig bara inn veikan vegna myglu? Nennti varla að setja á mig maskara og ég sem hef ekki farið í plokkun og litun í meira en mánuð og lít út eins og draugur. Veit svo sem ekki fyrir hvern ég ætti að líta vel út nema kannski bara fyrir sjálfa mig. Búin að panta mér tíma í plokkun og litun á miðvikudaginn. Ein vika og þrír dagar þangað til stelpurnar bruna suður. Ég er byrjuð að skipuleggja það hvernig ég ætla að hafa þetta hérna eftir að þær fara. Fyrir utan það að fara á videoleiguna þá er ég að hugsa um að skella mér á fræðsludag inn á Akureyri í sbv. offitu og önnur meltingatengd vandamál fyrstu helgina í október, hljómar spennandi. Svo er líka eitthver offitu og sykursýkisráðstefna í Mývatnssveit í oktober en ég veit ekki hvort hún sé fyrir alla og hvort hún verði helgina sem ég ætla suður. Alla hina dagana ætla ég að labba Botnsvatnshringinn og bera á mig þessi 12000 kr. krem sem ég keypti mér um daginn. Svei mér þá ég held barasta að T-svæðið hafi bara skánað af þessum undra maska sem ég fjárfesti í. Eins og snyrtivörukonan orðaði það þá er það ekki jafn gróft og feitt og það var áður en ég keypti maskann hehehe.
Er á öldrunardeildinni í dag og vinn eins og gangastúlka, var mjög fegin því, hefði ekki getað fundið til lyf svona mygluð eins og ég var. Fínt að aðstoða fólkið á fætur og sjá að það voru fleiri en ég myglaðir.

Jæja læt þetta duga í bili
ungfrú mygluð