<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 27, 2003
Ég er svo þreytt!!!!!!!!! Klukkan er alveg að verða 5 og ég held varla haus. Er á næturvakt, aldrei þessu vant. Ég komst aldrei í að klára partysöguna, bara sorry segi ykkur nánar frá henni í saumó hjá Heiðu, er búin að segja hana svo oft að ég get ekki sagt hana oftar. Ég hef nefnilega ekki þann hæfileika að geta sagt sömu söguna oft án þess að hún þynnist, mín þynnist mjög hratt. Matta er snillingur í að segja sömu söguna oft og hún er alltaf eins og jafn fyndin, mjög góður eiginleiki fyrir góðann kennara. Party sagan mín er núna orðin eftirfarandi: "fór í partý í Aðaldalinn, þar var gaman".

Stelpurnar eru farnar suður, snökt. Heyrði í þeim áðan og þá voru þær að mála íbúðina þeirra í Bogahlíðinni. Ég felldi varla tár (enda ekki á Yasmin) þegar þær fóru en grét þeim mun meira inn í mér, ég sakna þeirra :(. EN ég er alveg á leiðinni suður og svo styttist í Asíuferðina okkar Ásdísar sem allir dauðöfunda okkur af. Tæpir 4 mánuðir til stefnu.

Ég er flutt inn til ömmu gömlu. Það á ábyggilega bara eftir að vera mjög fínt, okkur semur ágætlega núna okkur ömmu.
Ég er ansi hrædd um að amma sé að reyna að fita mig, í gær fékk ég t.d. kólestrólbombu a la amma. Það er rónabrauð steikt upp úr allt of miklu smjörlíki og eggjum borið fram með kokteilsósu af feitustu gerð (sem sagt hvorki úr súrmjólk né sýrðum rjóma), nammi namm..... Í dag keypti hún svo grillaðan kjúlla á tilboði, fullt af frönskum og sykurkók og þar sem hún borðar bara flís af því sem hún kaupir (einn væng eða svo) neyðist ég víst til að borða þrefalt meira en ég er vön að gera og er ég ekki matgrönn manneskja fyrir. Ég sem er búin að léttast um 1 kg í sumar (bravó) þrátt fyrir mikið nammi, smjör og rjómaát (a la Ólína hehe), verð að passa mig í ömmumat. Svo má maður ekkert borga, er með samviskubit yfir því að láta ellilífeyrisþegann borga allt undir mig :(.

Ég er dottinn inn í Idol keppnina hina íslensku. Ó mæ gat, get ekki beðið eftir næsta þætti. Fer spes ferðir upp á spítala til að láta taka þá upp, pælið í því. Það fyrirfinnst örugglega ekki meira videonörd í heiminum en ég. Ég kann ekki að stilla videó, er álíka léleg og hún móðir mín í því. Þessi videótæki eru svo vitlausavæn að gáfaðar manneskjur eins og ég geta bara ekki lært á þau..... Ólína og Álfheiður skamma mig stanslaust fyrir að kunna ekki á mitt eigið tæki BUT þær hafa átt videó svo gott sem alla ævi og hafa horft á guð má vita hvað margar videospólur. Á meðan lék ég mér bara með leggi og skel og horfði á svart hvítt sjónvarp fram að fermingu, það er ekki hægt að skamm mann fyrir það, er það? ;).
Núna er ég búin að dissa vinkonur mínar sem yfirgáfu mig í gær, bara smá "saknþeirradiss".

Jæja verð a hætt þessu núna, bara tveir tímar í vaktaskipti.
kveðja frá Húsavík
Helga