<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 24, 2003
Endurnæring

Jæja yndin mín!
Ég er svo endurnærð eftir frábæra helgi að ég lét ekki einusinni árás unglings, bullandi einelti hjá gelgjunum, grenj og garg, kvart og kvein gærdagsins hafa áhrif á mig. Ég er búin að ganga frá íbúðarmálum mínum alveg, svo nú er ég stoltur íbúðareigandi. Ég þreif allt hátt og lágt, lét meir að segja verða af því að kroppa ljótu blómastopparana sem voru í baðkerinu af en þá vildi ekki betur til en svo að hálft lakkið af baðkerinu fylgdi með. Ég lagði þá bara mottuna varlega yfir, dró sturtuhengið rólega fyrir og fór að þrífa stofuna.
Þrátt fyrir orkuna og gleði gærdagsins, lét ég þó ekki monsuna mína hana Hlédísi plata mig á línuskautanámskeið þó að ég vissi að vinur hennar sem ég daðraði einusinni við á Hverfisbarnum og uppskar kossa á hálsinn fyrir, væri að kenna þessa ágætu list.
Helgin var alveg frábær! Það var fjölmenni, ungir og aldnir og við spiluðum, horfðum á videó, borðuðum, borðuðum meira og kjöftuðum, lásum, sváfum, sváfum meira og hlógum. Hlédís klippti og litaði mannskapinn og Katla Þöll (tveggja ára) söng hástöfum Country Road.
Um nóttina lágum við á flatsæng og horfðum á vidéó þangað til sumir sofnuðu en aðrir þorðu ekki að sofna fyrir hræðslu og stormurinn barði á gluggana...
Ég er opin fyrir öllum hugmyndum um næstu helgi.
Knús
Matta