<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 24, 2003
Annað hvort var ég að lenda í símaati dauðans eða þá að gera mig að fífli í norsku útvarpi. Það hringdi rétt í þessu maður sem sagðist vera frá Noregi og hann langaði til að leggja fyrir mig nokkrar spurningar um Ísland. Ég játti því en var reyndar mjög tortryggin eins og alltaf þegar e-r útlenskumælandi hringir af því að Skúli hrekkti mig svo oft þannig þegar ég var fyrst að byrja í uppló. En allavegana, spurningarnar: Are Icelanders good singers? Hmmm, mér varð hugsað til sjálfrar mín og stórt NEI kom strax upp í hugann.....endaði þó á að segja já, svona almennt held ég að Íslendingar syngi vel og mikið. Þegar kauði spurði svo um hvers konar lög við syngjum þá gaf ég honum bara smá tóndæmi;) Næstu spurningar gerðu mig alveg kjaftstopp; do Icelanders like to dance and are they good dancers? Uhhhm, sagði að almennt dönsuðu Íslendingar ekki mikið nema þá kannski unga fólkið. Spurð tilbaka um hæl hvers vegna, eruð þið offitusjúklingar? Neeeeits, bara...hjálp!
Farin að átta mig á því að þessar spurningar tengdust alls ekki ferðaþjónustu á Suðurlandi og spurði hvers vegna hann vildi vita þetta og fyrir hvern hann væri eiginlega að hringja. Nú, hann var að hringja frá norskri útvarpsstöð og þar á bæ var verið að gera könnun á hvernig þessu væri háttað hjá hinum ýmsu þjóðum. Humpf. Og að síðustu: What kind of humour do Icelanders have? Do you tell a lot of jokes? And what kind of jokes? Ég hugsaði til ykkar og það fyrsta sem mér datt í hug var kaldhæðnislegur húmor....ekkert heilagt! Fínt og ég fékk að vita að væri svipað og hjá frændum okkar Skotum. Meira um brandara: Dirty jokes, do tell a lot of them? Ehh, jaaaa, alveg jafn mikið og af öðrum bröndurum. Hvað var maðurinn eiginlega að fara???! Að lokum var ég svo beðin um að segja einn brandara en þar sem ég er álíka léleg í að segja brandara og að syngja (auk þess sem ég er húmorslaus...) þá harðneitaði ég því og batt þar með enda á samtal okkar. Gaman að þessu. Sólin farin að skína og ekki annað hægt en að brosa :)
Góðar stundir allar saman, hvort sem það er í Prag eða í kjallaraskoðun á Bretlandseyjum...