<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 30, 2003
Alias aðdáendur ekki lesa næstu 6 línur.
Ásdís!!! Viltu gjöra svo vel að kaupa þér nýjan síma strax!!!!!! Var búin að skrifa comment á Alias í gær og fékk bara Faild til baka og mundi þá eftir því að þú værir símalaus :( Hr. Vartan vantar greinilega mjög góðan hjúkrunarfræðing til að hjúkra honum til heilsu. Ætli ég geti fengið vinnu hjá CSI sem leynilegur hjúkrunarfræðingur? hmmmm, kannski ekki, gleymi alltaf að þetta er bara sjónvarpsþáttur ohhhh. Enda á maður víst enga von í hann hvort sem er, þökk sé Ásdísi þá veit maður hvernig rómantíski hluti þáttanna verður, ég sagði ykkur að lesa ekki næstu 6 línur.......

Mikið er þægilegt að vera bara skotin í einhverri sjónvarpspersónu. Að vera skotin í einhverjum í hinu raunverulega lífi er bara kvöl og pína. Í mínu vesæla ástarlífi hef ég komist að þrennu 1. ef ég er skotin í strák þá er hann pottþétt ekki skotin í mér (auðvitað), 2. ef strákur er skotinn í mér þá er ég að sjálfsögðu ekki skotin í honum (einmitt, ekkert skárri), 3. Skerpa línurnar og laga skuggana (var það ekki þannig ;) ) Hmm, þess vegna er bara best að vera skotin í Hr.Vartan eða bara hunskast til Asíu og hitta sólbrúna brettastráka frá Ástralíu.

Bara vika í Reykjavíkina jibbíjeiijeijeijei. Ég er búin að setja mér markmið fyrir ferðina a) Að kaupa mér ekki skó b) láta ekki einhverja snyrtidömu pranga inn á mig kremum fyrir 12000 kr þó svo að T-svæðið sé ekki alveg orðið laust við að vera gróft og feitt. c)Ég ætla á 22 og dansa við "lúftgítar" (eins gott fyrir ykkur að setja ykkur í stellingar) d)það er allt annað sem ég þarf að gera s.s. kaupa flugmiða til London og jafnvel alla leið til Bangkok :) fara í trilljón bólusetningar og vera með bólginn upphandlegg í nokkra daga.
Lífið á Húsavík gengur sinn vanagang. Sef, les, borða og fer í vinnunna. Hef það bara ansi gott skal ég ykkur segja, betur en ég hélt. Þessa stundina er ég eins og vanalega á næturvakt og ætti því að fara að vinna. Tók með mér Tælandsbókina og læt mig dreyma um hvítar strendur og kokteila í kókóshnetum eða ananas. Er enn ekki orðin svo raunsæ að hugsa um niðurgangspestir og flugur, ojjjjjj röndóttar flugur...... dvel ég í draumahöll.
Best að finna til lyfin
þangað til næst
Helga