<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 29, 2003
Afstaðin helgi

Halló skralló ömmur nær og fjær.
Nú er enn ein helgin afstaðin og amstur virku daganna tekið við. Ég átti sérstaklega erfiðan fimmtudag og sá ekki aðra lausn á vanlíðan minni en að stökkva í Korpu eða drepa mig hægfara á öldurhúsum borgarinnar á óbeinum reykingum og rommdrykkju. Ég hringdi í Hlésí frænku til þess að freista þess að fá drykkjufélaga en í staðin narraði hún mig til að taka á vandamálunum eins og maður og dekraði við mig í fjóra klukkutíma á flottustu hárgreiðslustofunni í bænum, Space. Þar fékk ég klippingu, strípur, nudd, naglalakk, djúpnæringu o.s.frv. Þegar ég stóð upp úr stólnum, leið mér bara ekkert svo illa lengur. Þar fór gott fyllerí fyrir lítið. Ég var búin að ákveða að hitta Arndísi eftir Sálartónleikana, en þegar heim var komið fékk ég mér einn bjór, talaði í símann klukkutímum saman og sofnaði svo værum blundi.
Á föstudeginum fór ég í ljós með Fésí og svo kom sambýliskona mín, hún Ásdís til að halda mér selskap um helgina. Við tókum okkur videóspólu og Una heiðraði okkur með nærveru sinni. Þórir og Hlédís komu svo þegar líða tók á kvöld og nokkrir (aðallega undirrituð og hennar ættmenni) fengu sér nokkra bjóra. Stefnan var tekin á bæinn en eftir nokkrar kynlífssögur, lestur úr minningagreinum og almenn leiðindi, var Hlédís sofnuð, Ásdís búin að taka úr sér linsurnar og við farin að hlusta á Hemma Gunn! Þá var tími fyrir gamla kónu að færa sófa (Fóstbræður).
Á laugardeginum vöknuðum við Ásdís og Hlédís óvenju snemma og komum okkur í Kringluna eftir ljúffengan morgunmat. Ekki var nú mikið úr fatakaupum, nema þá kannski hjá Hlédísi. Þegar heim var komið lagði ég mig og vaknaði við ljúfa matarlykt sem minnti mig óþyrmilega á matarboðið sem senn færi að bresta á, því við Ásdís vorum búnar að bjóða vinahjónum okkar í mat (Héðni og Þóri) og einnig Arndísi og Hlédísi. Þegar allir voru búnir að skila sér í hús og skola matnum niður með kældu hvítvíni var haldið í drykkjuleiki þar sem Héðinn fór á kostum í spilablæstri. Hann fékk kynþokkaverðlaunin fyrir þá iðju (verst að þú spilar með hinu liðinu elskan mín).
Una og Bragi skelltu sér í fjörið og svo var haldið í bæinn. Þriðji dagurinn sem slíkt var á dagskrá hjá hinum dauðþreytta kennara og loksins tókst það...og það svona svakalega! Gaman að því, soldið absúrd að geta verið einhversstaðar, en vera þar samt ekki! Ég vaknaði þó heima hjá mér, ekki með þá tilfinningu að ég væri á Hverfisbarnum eins og Gulli og hafði ekki týnt símanum mínum eins og Ásdís.
Eftir tilheyrandi hamborgaraát (eða áhorf á borgarann vegna þynnku) á Stælnum með Ásdísi, Hlédísi, hinni stórslösuðu Arndísi (eftir að hún datt í stiganum á Hverfis), Unu, Signýju, Héðni og Júlíu, héldum við sambýliskonurnar heim á leið til Húrí þar sem svefn og göngutúrar ráða ríkjum. Við vorum einmitt að tala um það í göngunni í gær hvað það er fyndið að heima í Hveró er litið á okkur sem bindindis-, félagsskíta sem gera ekkert annað en hanga heima hjá sér eða fara út að labba. Það þekkist lítið djammhliðin á okkur sem höfuðborgarbúar fá að sjá nánast hverja einustu helgi.
Þar til næst,
Matta