<$BlogRSDUrl$>
Ömmurnar
Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude... ML-blogg

september 30, 2003
Alias aðdáendur ekki lesa næstu 6 línur.
Ásdís!!! Viltu gjöra svo vel að kaupa þér nýjan síma strax!!!!!! Var búin að skrifa comment á Alias í gær og fékk bara Faild til baka og mundi þá eftir því að þú værir símalaus :( Hr. Vartan vantar greinilega mjög góðan hjúkrunarfræðing til að hjúkra honum til heilsu. Ætli ég geti fengið vinnu hjá CSI sem leynilegur hjúkrunarfræðingur? hmmmm, kannski ekki, gleymi alltaf að þetta er bara sjónvarpsþáttur ohhhh. Enda á maður víst enga von í hann hvort sem er, þökk sé Ásdísi þá veit maður hvernig rómantíski hluti þáttanna verður, ég sagði ykkur að lesa ekki næstu 6 línur.......

Mikið er þægilegt að vera bara skotin í einhverri sjónvarpspersónu. Að vera skotin í einhverjum í hinu raunverulega lífi er bara kvöl og pína. Í mínu vesæla ástarlífi hef ég komist að þrennu 1. ef ég er skotin í strák þá er hann pottþétt ekki skotin í mér (auðvitað), 2. ef strákur er skotinn í mér þá er ég að sjálfsögðu ekki skotin í honum (einmitt, ekkert skárri), 3. Skerpa línurnar og laga skuggana (var það ekki þannig ;) ) Hmm, þess vegna er bara best að vera skotin í Hr.Vartan eða bara hunskast til Asíu og hitta sólbrúna brettastráka frá Ástralíu.

Bara vika í Reykjavíkina jibbíjeiijeijeijei. Ég er búin að setja mér markmið fyrir ferðina a) Að kaupa mér ekki skó b) láta ekki einhverja snyrtidömu pranga inn á mig kremum fyrir 12000 kr þó svo að T-svæðið sé ekki alveg orðið laust við að vera gróft og feitt. c)Ég ætla á 22 og dansa við "lúftgítar" (eins gott fyrir ykkur að setja ykkur í stellingar) d)það er allt annað sem ég þarf að gera s.s. kaupa flugmiða til London og jafnvel alla leið til Bangkok :) fara í trilljón bólusetningar og vera með bólginn upphandlegg í nokkra daga.
Lífið á Húsavík gengur sinn vanagang. Sef, les, borða og fer í vinnunna. Hef það bara ansi gott skal ég ykkur segja, betur en ég hélt. Þessa stundina er ég eins og vanalega á næturvakt og ætti því að fara að vinna. Tók með mér Tælandsbókina og læt mig dreyma um hvítar strendur og kokteila í kókóshnetum eða ananas. Er enn ekki orðin svo raunsæ að hugsa um niðurgangspestir og flugur, ojjjjjj röndóttar flugur...... dvel ég í draumahöll.
Best að finna til lyfin
þangað til næst
Helga

Latína

Jiii, heimur versnandi fer. Eina ástæðan fyrir latínukunnáttu, sem nemendur mínir komu auga á, var til að þeir myndu skilja betur hvað stæði á lyfjaglösunum þeirra!

Gott að hafa tilgang

Matta

Ó nei...

ég er að breytast í mömmu mína. Já, það er hér með formlega tilkynnt, ég er mamma mín. Þegar ég fann gleðina hríslast um líkama minn eftir hreingerningu á frystikistunum þremur þá fékk ég um leið hroll niður eftir bakinu. Það óumflýjanlega hefur gerst. Við verðum allar eins og mömmur okkar. Og við nánari umhugsun þá ætti þetta ekki að vera svo ný uppgötvun. Matta er eins og Magga, Ásdís verður fljótlega eins og Dísa og ég held bara að Helga verði eftir nokkur ár soldið eins og Vigdís. Þekki ekki mömmur ykkar hinna eins mikið.

Ég var í fríi í gær. Þetta var reyndar fyrsti dagurinn sem við Okezie vorum saman í fríi síðan á Íslandi. Við fórum í Alton Towers sem er frábær skemmtigarður. Matta, ég held það sé kominn tími til að skipuleggja nýja ferð hingað til Warrington. Það tekur rúman klukkutíma að keyra þangað. Við fórum í nokkrar skelfilegar ferðir í orðsins fyllstu merkingu. Ég fékk panic attack a la Benidorm. Rétt slapp við að gráta samt. Orðin eldri og betri á taugunum. Sá bani rússa var þannig að við fórum fyrst upp, stoppuðum á toppnum og svo var það nákvæmlega beint niður. Ég var á endanum OG ég var laus í beltinu. Við fórum í marga misstóra rússibana. Maður borgar bara inn og getur farið í allt og Okezie er þannig að hann vill fá peningana virði. Fórum í allt sem var með lítilli röð, meir að segja tebolla sem voru mjög leiðinlegir.

Allir velkomnir í næstu Alton Towers ferð – að því tilskyldu að frystikisturnar hafi verið þrifnar.

Þrifhildur

Tilraun 2 með rassapot!

Það eru ekki allir jafn vandlátir á rassa og vinahjón okkar Ásdísar. Ég komst að því á frekar óþyrmilegan hátt í gær. Þannig var að við Hlédís fórum í ísbúð í gærkveldi, eftir að hafa heimsótt ömmu okkar og afa (afa á sjúkrahús, ömmu í kirkjugarðinn) og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar...langþráður ís. Hlédís var að segja mér frá einhverju vandræðalegu í Idol keppninni, þegar hún gerir skyndilega hlé á máli sínu til þess eins að bora upp í rassinn á Lárettu sem átti að vera að troða ís í andlitið á sér. Þegar hin meinta Láretta snéri sér við, kom í ljós að þetta var eins langt frá því að vera Láretta og Osama bin Laden. Hlédís er farin að tala um líf sitt fyrir og eftir rassapot.

Þetta var mun fyndnara í gær, en það er gott að deila

Matta

Rassapot

Það eru ekki allir jafn vandlátir á rassa og vinahjón okkar �sdísar, ég komst að því á frekar óþyrmilegan hátt í gær. Þannig var að við Hlédís fórum í ísbúð í gærkveldi eftir að hafa heimsótt ömmu okkar og afa (afa á sjúkrahús, ömmu í kirkjugarðinn) og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar...langþráður ís. Hlédís var að segja mér frá einhverju vandræðalegu í Idol keppninni, þegar hún gerir skyndilega hlé(dís) á máli sínu til þess eins að bora upp í rassinn á Lárettu sem átti að vera að troða stærðar ís í andlitið á sér. Þegar hin meinta Láretta snéri sér við, kom í ljós að þetta var eins langt frá því að vera Láretta og Osama Bin Laden. Hlédís er farin að tala um líf sitt fyrir og eftir rassapot.

Þetta var mun fyndnara í gær, en það er gott að deila.

Matta

september 29, 2003
Einn dans við mig

Hemmi Gunn átti tvímælalaust smell helgarinnar með hinu stórskemmtilega lagi Einn dans við mig...sjaldan heyrt metnaðarfyllri texta og hvílíkt rím!!! Takk Þórir minn fyrir auðga líf okkar með Hemma :)

fís

Eplingur

Fékk mér epli sem myndi líklega vera svartur sauður í eplaveröld Ásdísar, svona hálfgerður eplingur!
Eins gott að lífshamingja mín byggist ekki á eplagæðum eins og hjá sumum...!

Matta

Hello hello, þetta er eiginlega dagur dauðans hjá mér og ég held svei mér þá að ég og Matta þurfum aðeins að hittast og ræða ,,af hverju við gerðumst kennarar" og ,,hverjum vorum við að gera greiða" Ja maður bara spyr!!!

Ég var svo heppin að kíkja í ,,heimsókn" til Möttu, Ásdísar, Arndísar, Unu, Signýju og Héðins á American Style í gær, þar nefnilega sagði Matta mér frá þessari bráðskemmtilegu síðu gys.is. Takk Matta því þessi síða er eiginlega búin að bjarga parti úr deginum hjá mér.

Kveðja Júlía

Afstaðin helgi

Halló skralló ömmur nær og fjær.
Nú er enn ein helgin afstaðin og amstur virku daganna tekið við. Ég átti sérstaklega erfiðan fimmtudag og sá ekki aðra lausn á vanlíðan minni en að stökkva í Korpu eða drepa mig hægfara á öldurhúsum borgarinnar á óbeinum reykingum og rommdrykkju. Ég hringdi í Hlésí frænku til þess að freista þess að fá drykkjufélaga en í staðin narraði hún mig til að taka á vandamálunum eins og maður og dekraði við mig í fjóra klukkutíma á flottustu hárgreiðslustofunni í bænum, Space. Þar fékk ég klippingu, strípur, nudd, naglalakk, djúpnæringu o.s.frv. Þegar ég stóð upp úr stólnum, leið mér bara ekkert svo illa lengur. Þar fór gott fyllerí fyrir lítið. Ég var búin að ákveða að hitta Arndísi eftir Sálartónleikana, en þegar heim var komið fékk ég mér einn bjór, talaði í símann klukkutímum saman og sofnaði svo værum blundi.
Á föstudeginum fór ég í ljós með Fésí og svo kom sambýliskona mín, hún Ásdís til að halda mér selskap um helgina. Við tókum okkur videóspólu og Una heiðraði okkur með nærveru sinni. Þórir og Hlédís komu svo þegar líða tók á kvöld og nokkrir (aðallega undirrituð og hennar ættmenni) fengu sér nokkra bjóra. Stefnan var tekin á bæinn en eftir nokkrar kynlífssögur, lestur úr minningagreinum og almenn leiðindi, var Hlédís sofnuð, Ásdís búin að taka úr sér linsurnar og við farin að hlusta á Hemma Gunn! Þá var tími fyrir gamla kónu að færa sófa (Fóstbræður).
Á laugardeginum vöknuðum við Ásdís og Hlédís óvenju snemma og komum okkur í Kringluna eftir ljúffengan morgunmat. Ekki var nú mikið úr fatakaupum, nema þá kannski hjá Hlédísi. Þegar heim var komið lagði ég mig og vaknaði við ljúfa matarlykt sem minnti mig óþyrmilega á matarboðið sem senn færi að bresta á, því við Ásdís vorum búnar að bjóða vinahjónum okkar í mat (Héðni og Þóri) og einnig Arndísi og Hlédísi. Þegar allir voru búnir að skila sér í hús og skola matnum niður með kældu hvítvíni var haldið í drykkjuleiki þar sem Héðinn fór á kostum í spilablæstri. Hann fékk kynþokkaverðlaunin fyrir þá iðju (verst að þú spilar með hinu liðinu elskan mín).
Una og Bragi skelltu sér í fjörið og svo var haldið í bæinn. Þriðji dagurinn sem slíkt var á dagskrá hjá hinum dauðþreytta kennara og loksins tókst það...og það svona svakalega! Gaman að því, soldið absúrd að geta verið einhversstaðar, en vera þar samt ekki! Ég vaknaði þó heima hjá mér, ekki með þá tilfinningu að ég væri á Hverfisbarnum eins og Gulli og hafði ekki týnt símanum mínum eins og Ásdís.
Eftir tilheyrandi hamborgaraát (eða áhorf á borgarann vegna þynnku) á Stælnum með Ásdísi, Hlédísi, hinni stórslösuðu Arndísi (eftir að hún datt í stiganum á Hverfis), Unu, Signýju, Héðni og Júlíu, héldum við sambýliskonurnar heim á leið til Húrí þar sem svefn og göngutúrar ráða ríkjum. Við vorum einmitt að tala um það í göngunni í gær hvað það er fyndið að heima í Hveró er litið á okkur sem bindindis-, félagsskíta sem gera ekkert annað en hanga heima hjá sér eða fara út að labba. Það þekkist lítið djammhliðin á okkur sem höfuðborgarbúar fá að sjá nánast hverja einustu helgi.
Þar til næst,
Matta

september 27, 2003
Sorrý veit ekki af hverju letrið brenglast svona????

HEllO Ladies!

Ég sé að þið eruð frábærlega duglegar að skrifa - af mér er bara fínt að frétta. Ég fór náttúrulega til Köben - það var brjálæðislega gaman - Stuðmenn voru ómótstæðilegir, það var ólýsanleg stemming - ég vildi að þið hefðuð verið þar! Við vorum á tónleikunum í Tívolíinu og svo fórum við á ball á eftir sem var haldið í einhverjum sal niður á Striki, ég dansaði eins og brjálæðingur!
Þetta byrjaði nú með því að Vigfús og Egill voru saman að pissa í flugstöðinni á leiðinni út. Egill kom inn á klósett þar sem Vigfús var að M�GA í hlandskálina í mestu rólegheitum og tekur sér stöðu langt frá klósettskálinni - svo tekur hann skaufann út og regir sig eins langt fram og hann getur og byrjar svo að míga með þessum líka tilþrifunum það rumdi í honum eins og hann væri að fá það!!! Svo nú er Vigfús byrjaður að stynja í hvert sinn sem hann mígur!!!
Svo verð ég að segja ykkur annað (svona unglingspíkustælafréttir)- á ballinu var ég alltaf að troða mér upp við sviðið og.....vitið þið bara hvað...... við Egill tókumst í hendur einmitt um leið og hann söng lagið:,,....... hann tók í höndina á mér , heilsaði mér......." En verður mér þá hugsað til þess að með þessari hendi hafi hann nú kannski verið nýbúin að vera að stýra tólinu til að hitta í hlandskálina - svo ég fór og þvoði mér.
En á ballinu hitti ég Bjössa okkar, en hann var þar ásamt nokkrum frá Bíldudal, við dönsuðum heilmikið saman. Svo hitti ég Böðvar og Skúla bæði á ballinu og svo á Strikinu á mánudeginum. Þeir létu bara vel af sér - hafa fengið svolítið að gera við að spila og eru að fá einhvern pening fyrir það. Svo var Unnur Brá líka þarna með manninum sínum og fósturdóttur og að lokum hitti ég líka Möggu - munið þið ekki eftir henni? hún býr þarna úti núna.

Nú svo þegar ég kom heim var næst á dagskrá að fara á haustþing kennara í Vestmannaeyjum sem var mjög gaman og fróðlegt - ég var svo uppfull af hugmyndum eftir þá ferð að ég hef verið að vinna út í skóla langt fram á kvöld og aðeins komið heim til að sofa! Ég hitti mömmu þína Matta - hún er náttúrulega alltaf jafnæðisleg, heilsar manni eins og hún eigi í manni hvert bein! Svo held ég að ég hafi séð mömmu þína Helga - getur það passað?, ég heilsaði henni reyndar ekki, en ég hefði nú átt að spyrja hana hvort hún væri nú ekki örugglega mamma þín. Ég geri það næst.
Jæja ég ætla að fara að setja í vélina

Kossar og knús
Eva

Þrátt fyrir það að ég sé sérlega lélegur videostillari þá er ég ágætis netleitari :). Ég fann heimasíðu veitingarstaðar Völundar S. Völundarsonar (strákurinn sem bauð okkur í afmælið sitt um síðustu helgi) á Bahamas. Myndirnar segja allt sem segja þarf. Frábær kokkur þarna á ferð!!!!! Og matdísirnar mínar, samkvæmt áreiðanlegustu heimildum er hann á lausu, sætur og skemmtilegur strákur :)
Kíkið á heimasíðuna:
http://www.ferryhousebahamas.com/

klukkutími eftir af vaktinni
Helga

Ég er svo þreytt!!!!!!!!! Klukkan er alveg að verða 5 og ég held varla haus. Er á næturvakt, aldrei þessu vant. Ég komst aldrei í að klára partysöguna, bara sorry segi ykkur nánar frá henni í saumó hjá Heiðu, er búin að segja hana svo oft að ég get ekki sagt hana oftar. Ég hef nefnilega ekki þann hæfileika að geta sagt sömu söguna oft án þess að hún þynnist, mín þynnist mjög hratt. Matta er snillingur í að segja sömu söguna oft og hún er alltaf eins og jafn fyndin, mjög góður eiginleiki fyrir góðann kennara. Party sagan mín er núna orðin eftirfarandi: "fór í partý í Aðaldalinn, þar var gaman".

Stelpurnar eru farnar suður, snökt. Heyrði í þeim áðan og þá voru þær að mála íbúðina þeirra í Bogahlíðinni. Ég felldi varla tár (enda ekki á Yasmin) þegar þær fóru en grét þeim mun meira inn í mér, ég sakna þeirra :(. EN ég er alveg á leiðinni suður og svo styttist í Asíuferðina okkar Ásdísar sem allir dauðöfunda okkur af. Tæpir 4 mánuðir til stefnu.

Ég er flutt inn til ömmu gömlu. Það á ábyggilega bara eftir að vera mjög fínt, okkur semur ágætlega núna okkur ömmu.
Ég er ansi hrædd um að amma sé að reyna að fita mig, í gær fékk ég t.d. kólestrólbombu a la amma. Það er rónabrauð steikt upp úr allt of miklu smjörlíki og eggjum borið fram með kokteilsósu af feitustu gerð (sem sagt hvorki úr súrmjólk né sýrðum rjóma), nammi namm..... Í dag keypti hún svo grillaðan kjúlla á tilboði, fullt af frönskum og sykurkók og þar sem hún borðar bara flís af því sem hún kaupir (einn væng eða svo) neyðist ég víst til að borða þrefalt meira en ég er vön að gera og er ég ekki matgrönn manneskja fyrir. Ég sem er búin að léttast um 1 kg í sumar (bravó) þrátt fyrir mikið nammi, smjör og rjómaát (a la Ólína hehe), verð að passa mig í ömmumat. Svo má maður ekkert borga, er með samviskubit yfir því að láta ellilífeyrisþegann borga allt undir mig :(.

Ég er dottinn inn í Idol keppnina hina íslensku. Ó mæ gat, get ekki beðið eftir næsta þætti. Fer spes ferðir upp á spítala til að láta taka þá upp, pælið í því. Það fyrirfinnst örugglega ekki meira videonörd í heiminum en ég. Ég kann ekki að stilla videó, er álíka léleg og hún móðir mín í því. Þessi videótæki eru svo vitlausavæn að gáfaðar manneskjur eins og ég geta bara ekki lært á þau..... Ólína og Álfheiður skamma mig stanslaust fyrir að kunna ekki á mitt eigið tæki BUT þær hafa átt videó svo gott sem alla ævi og hafa horft á guð má vita hvað margar videospólur. Á meðan lék ég mér bara með leggi og skel og horfði á svart hvítt sjónvarp fram að fermingu, það er ekki hægt að skamm mann fyrir það, er það? ;).
Núna er ég búin að dissa vinkonur mínar sem yfirgáfu mig í gær, bara smá "saknþeirradiss".

Jæja verð a hætt þessu núna, bara tveir tímar í vaktaskipti.
kveðja frá Húsavík
Helga

september 25, 2003
Þetta var dagur frá Helvíti!

Er komin með nýtt netfang: matthea@ismennt.is

P.s. Ef einhver getur minnt mig á af hverju ég gerðist kennari, þá væri mjög vel þegið að það yrði rifjað upp hið fyrsta, áður en ég stekk í Korpu.

Matta

Fréttir fréttir!

Sálin er á Nasa á föstudagskvöldið. Langar rooooosalega að faaaaara! Hvað segið þið?

Luv, Una ,,hei kanína!"

september 24, 2003
Hæ aftur!

Mér líst vel á hugmynd Helgu, AUÐVITAÐ höldum við þetta á þeim tíma sem þu ert fyrir sunnan. Heyrumst betur þegar ég kem heim aftur að viku liðinni ;o) Hafið það rosalega gott.

1000 kossar og faðmlög
Heiða Pragfari

Annað hvort var ég að lenda í símaati dauðans eða þá að gera mig að fífli í norsku útvarpi. Það hringdi rétt í þessu maður sem sagðist vera frá Noregi og hann langaði til að leggja fyrir mig nokkrar spurningar um Ísland. Ég játti því en var reyndar mjög tortryggin eins og alltaf þegar e-r útlenskumælandi hringir af því að Skúli hrekkti mig svo oft þannig þegar ég var fyrst að byrja í uppló. En allavegana, spurningarnar: Are Icelanders good singers? Hmmm, mér varð hugsað til sjálfrar mín og stórt NEI kom strax upp í hugann.....endaði þó á að segja já, svona almennt held ég að Íslendingar syngi vel og mikið. Þegar kauði spurði svo um hvers konar lög við syngjum þá gaf ég honum bara smá tóndæmi;) Næstu spurningar gerðu mig alveg kjaftstopp; do Icelanders like to dance and are they good dancers? Uhhhm, sagði að almennt dönsuðu Íslendingar ekki mikið nema þá kannski unga fólkið. Spurð tilbaka um hæl hvers vegna, eruð þið offitusjúklingar? Neeeeits, bara...hjálp!
Farin að átta mig á því að þessar spurningar tengdust alls ekki ferðaþjónustu á Suðurlandi og spurði hvers vegna hann vildi vita þetta og fyrir hvern hann væri eiginlega að hringja. Nú, hann var að hringja frá norskri útvarpsstöð og þar á bæ var verið að gera könnun á hvernig þessu væri háttað hjá hinum ýmsu þjóðum. Humpf. Og að síðustu: What kind of humour do Icelanders have? Do you tell a lot of jokes? And what kind of jokes? Ég hugsaði til ykkar og það fyrsta sem mér datt í hug var kaldhæðnislegur húmor....ekkert heilagt! Fínt og ég fékk að vita að væri svipað og hjá frændum okkar Skotum. Meira um brandara: Dirty jokes, do tell a lot of them? Ehh, jaaaa, alveg jafn mikið og af öðrum bröndurum. Hvað var maðurinn eiginlega að fara???! Að lokum var ég svo beðin um að segja einn brandara en þar sem ég er álíka léleg í að segja brandara og að syngja (auk þess sem ég er húmorslaus...) þá harðneitaði ég því og batt þar með enda á samtal okkar. Gaman að þessu. Sólin farin að skína og ekki annað hægt en að brosa :)
Góðar stundir allar saman, hvort sem það er í Prag eða í kjallaraskoðun á Bretlandseyjum...

Gamlar og góðar pælingar:

* Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður,þegar maður sér viðvörun um það?

* Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkoholistar" nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir gera á fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkoholisti"?

* Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?

* Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur?" [Það má einnig orða þetta sem svo: Hvað hélt fyrsti maðurinn, sem mjólkaði kú, að hann væri að gera?]

* Af hverju límist ekki límtúpan saman?

* Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?

* Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?

* Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?

* Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?

* Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?

* Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?

* Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?

* Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?

* Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?

* Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

* Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?

* Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?

* Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?

* Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?

* Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?

* Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?

* Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?

Slórthea

Sælar
verð að klára söguna seinna, gat ekki einu sinni lesið allt bloggið sem komið er. Í sambandi við saumaklúbbinn þá kem ég suður og verð í viku í byrjun oktober. Ég kem heim seint 7. okt (bara um miðnætti) og fer svo til baka fimmtudaginn 16.okt. Mér þætti ekkert smá vænt um ef möguleiki væri á að halda saumaklúbbinn þegar ég er fyrir sunnan. Hvaða dag sem er bara ekki 7. okt eða 16.okt.
Kv. Helga

Eins og þið eruð eflaust búnar að átta ykkur á, þá leiðist mér pínu...

Viðvörun á vínflöskum

Nú er verið að hanna viðvörunarmerki í Bandaríkjunum til að setja á áfengisflöskur. Ljósrit af því fór á flakk, svo hér
má sjá sýnishorn af því sem Bandaríkjamenn ætla hugsanlega að setja á allar vínflöskur:

1) Þú átt á hættu að dansa eins og fífl ef þú drekkur úr þessari flösku.

2) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur, þar til vini þína langar
mest til að berja þig.

3) Neysla áfengis getur orðið til þess að þú "þegir þlutina þvona".

4) Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugmynd inn hjá þér að fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan
fjögur að morgni.

5) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar eru niðurkomnar.

6) Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn eftir sjáirðu eitthvað sem vekur þér ótta
(eitthvað, sem þú getur ómögulega munað hvað heitir).

7) Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri, og gáfaðri en þú ert, sem getur leitt til óteljandi vandræða

Matta

Sælar!
Prufum að skrifa þetta aftur........

Já mér skilst að ég eigi að sjá næst um að halda klúbbinn!!! var einmitt að spá í hvaða dagur myndi henta ykkur því eins og þið kannski vitið er ég á leiðinni til Prag ;o) í fyrramálið!!! Við verðum að finna einhvern dag ..... hummm.. látum okkur sjá, ég kem heim fimmtudaginn 2 okt. og þarf þá kannski smá tíma til að að koma mér aðeins fyrir og þvo smá þvott... hvað með einhvern dag í vikunni þar á eftir??? 6-10 okt? er það í lagi ykkar vegna???
Helga, ég var á Mývatni um helgina, hélt einmitt að ég hefði sent þér sms?? var það ekki ?? annars er ekkert að marka mig þessa dagana því ég er enn verri en vanalega varðandi gleymskuna... Mér skilst að heilinn á ófrískum konum MINNKI!! ég má nú ekki við því.... svo er maður víst ennþá verri við brjóstagjöf ... oh my god ég bíð nú ekki í það.... Mér fannst sko í morgun eins og Titti hefði sýnt mér eitthvað sms frá frænda sínum um að það hefði snjóað á Ítalíu í fyrsta sinn... Titti hél´t ég væri gengin af göflunum... Það er einmitt einstakt tíðarfar á Ítalíu þessa dagana og fók enn að synda í ám og sjó. Allavega við fórum á Mývatn, hele familien (vorum þar 13 saman) um helgina og eins og Helga best veit var vitlaust veður þar nánast alla helgina og við fórum varla útúr´húsi, jú einu sinni í sund í Reykjahlíð en svo héldum við okkur bara heima og vorum að ganga frá hinu og þessu, gömlu dóti frá skyldfólki okkar sem bjó þarna. Húsið er nánast eins og safn núna, ekkert smá flott. Við ættum nú að stefna á að halda saumó þarna einhverntímann í þessu húsi okkar fyrir norðan, staðsetningin á því er frábær, einn fallegasti staður á jörðinni, frá mínum bæjardyrum séð ;o)

Verðum í bandi ( er reyndar komin af fundinum)
Endilega látið mig vita hvaða dagur hentar ykkur best, hvað segið þið um 7.okt.? þriðjudagur?
Knús
Heiða

Hæ skvísurnar mínar.

Allt fínt að frétta af mér. Var að koma úr skólaferðalagi í Vatnaskógi sem var alveg hreint ágætt fyrir utan að ég sofnaði ekki fyrr en kl 5:30 því það fengu nokkrir æluna og nilla. Ekki beint geðslegt og að sjálfsögðu endaði ég ælandi líka yfir allri þessarti lykt.
En hvað um það þá tókst ferðin mjög vel, ég og annar kennari sungum lagið ,, við erum tvær úr tungunum" á kvöldvökunni. Við breyttum textanum og vorum í skelfilegum fötum og ,,rokkuðum feitt" eins og krakkarnir orðuðu það he he.

Ég hafði það bara mjög gott um helgina, kíkti aðeins á Thorvaldsen á föstudagskvöldið og fékk mér eitt hvítvín, voða gott. Flutti svo bara til Hrefnu og var þar alla helgina í videói og notalegheitum. Vorum þið að spá að gera eitthvað um helgina?
Hey munið þið eftir kærastanum hennar Fríðu í 1. bekk? Hét hann ekki Tommi? Hann var á Thorvaldsen og GUÐ minn góður þvílíkur sjarmör!!! Ber á ofan, grettandi sig og geiflandi og var virkilega að reyna að hösla!!! Hvað var Fríða að spá að dömpa honum??? Ja maður bara spyr sig???

Hey Matta og Ásdís, Ragnheiður er ólétt aftur he he

Kveðja Júlía

Nokkrir menn voru saman komnir til að spila póker. Meðal þeirra var maður að nafni Guðmundur. Þegar líða tekur á kvöldið fara þeir að tala um syni sína og eru flestir þeirra afar stoltir af sonum sínum.
Þegar Guðmundur þarf að skreppa á klósettið byrja félagar hans að
pískra: Aumingja Guðmundur, segir Halli. Sonur hans er hárgreiðslumaður og hommi. Engin framtíð í því. Sonur minn er efnilegur á fjármálamarkaðnum. Hann er ekki nema 29 ára og þegar hann fór í afmæli til vinar síns um daginn gaf hann honum glænýjan BMW.
Þá segir Siggi: Það er nú ekkert, sonur minn er orðinn mjög viðamikill á fasteignamarkaðnum, aðeins 27 ára, og þegar
hann fór í afmæli hjá félaga sínum um daginn gaf hann honum nýja íbúð í Skerjafirðinum.
Í þessu kemur Guðmundur af klósettinu: missti ég af einhverju ? Nei, segja pókerfélagarnir. Við héldum áfram að tala um strákana okkar. Já, segir Guðmundur. Ég verð nú að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum þegar strákurinn minn kom út úr skápnum, en hann plumar sig vel. Hann er með tvo í takinu núna. Annar gaf honum glænýjan BMV og hinn gaf honum íbúð í Skerjafirðinum.. ....


kossar Heiða.

Ps ég verð líklega að endurrita það sem ég skrifaði...

Hvað gerðist eiginlega með textann minn?????
Una..... hjálp!!!!!!!!!!!!!!!!! sjáið þið hann annars ekki líka svona skrítinn???

Endurnæring

Jæja yndin mín!
Ég er svo endurnærð eftir frábæra helgi að ég lét ekki einusinni árás unglings, bullandi einelti hjá gelgjunum, grenj og garg, kvart og kvein gærdagsins hafa áhrif á mig. Ég er búin að ganga frá íbúðarmálum mínum alveg, svo nú er ég stoltur íbúðareigandi. Ég þreif allt hátt og lágt, lét meir að segja verða af því að kroppa ljótu blómastopparana sem voru í baðkerinu af en þá vildi ekki betur til en svo að hálft lakkið af baðkerinu fylgdi með. Ég lagði þá bara mottuna varlega yfir, dró sturtuhengið rólega fyrir og fór að þrífa stofuna.
Þrátt fyrir orkuna og gleði gærdagsins, lét ég þó ekki monsuna mína hana Hlédísi plata mig á línuskautanámskeið þó að ég vissi að vinur hennar sem ég daðraði einusinni við á Hverfisbarnum og uppskar kossa á hálsinn fyrir, væri að kenna þessa ágætu list.
Helgin var alveg frábær! Það var fjölmenni, ungir og aldnir og við spiluðum, horfðum á videó, borðuðum, borðuðum meira og kjöftuðum, lásum, sváfum, sváfum meira og hlógum. Hlédís klippti og litaði mannskapinn og Katla Þöll (tveggja ára) söng hástöfum Country Road.
Um nóttina lágum við á flatsæng og horfðum á vidéó þangað til sumir sofnuðu en aðrir þorðu ekki að sofna fyrir hræðslu og stormurinn barði á gluggana...
Ég er opin fyrir öllum hugmyndum um næstu helgi.
Knús
Matta

Beckham og kjallaraskoðun.

Það mun hrikta í stoðum fullkomnasta hjónabands ever. Viktoría og Davíð neita fyrir það en slúðurblöðin segjast vita betur. Að mínu mati ætti Viktoría auðvitað að fylgja eiginmanninum til Spánar og styðja hann í gegnum súrt og sætt. Nú eða bara þræða verslunargöturnar. Við munum allar hvað það er gaman að versla stutta kjóla (bláa í mínu tilfelli) á Spáni. Annars held ég reyndar að þetta sé bara bull og vitleysa í blöðunum. Auðvitað eru þau fullkomnin.

Annars er það í fréttum helst að kjallaraskoðun er fyrir höndum, bara svona regluleg krabbameinsskoðun til að fyrirbyggja slúðursögur um alls konar óþverra. Allur nauðsynlegur undirbúiningur af baki staðinn. Síður gljáandi feldurinn sem óx á leggjum, hnjám og lærum kremaður í burtu og skærin munduð sikk-sakk til að byrgja ekki útsýni hjúkkunnar. Er samt ekki búin að velja naríurnar og ætla SKO ekki að spreyja neinu. Grey konan valdi sér þetta starf og verður bara að taka því sem að höndum ber. Min mand skilur ekkert í þessum tilfæringum enda vanur feldinum. Honum er samt haldið í hæfilegri fjarlægð, maður verður nú að sýna grey hjúkkunni smá tillitssemi.

Kveð með söknuð í hjarta.
Þ.

Sælar!

Jú mér skilst að ég sé næst að halda klúbbinn!! var einmitt að spá hvaða dagur myndi henta því ég er eins og þið kannski vitið á leiðinni til Prag ;o) Við verðum að finna einhvern dag eftir það??!! hummmm látum okkur nú sjá ? ég kem heim fimmtudaginn 2 okt. og þarf nú kannnski smá tíma til að koma mér aðeins fyrir og þvo smá þvott.... hvað með einhvern dag í vikunni þar á eftir ???? 6-10 okt. er það í lagi ykkar vegna??
Helga, ég var á Mývatni um helgina.. hélt einmitt að ég hefði sent þér sms?? var það ekki?? ég er eitthvað svo gleymin þessa dagna, ennþá verri en venjulega en mér skilst að heilinn í ófrískum konum MINNKI!!! ég má nú ekki við því... svo er maður víst ennþá verri við brjóstagjöf, oh my god ég býð nú ekki í það... Mér fannst sko alveg eins og Titti hefði sýnt mér eitthvað sms frá frænda sínum um að þa hefði snjóað á �talíu..????? Tiitti hélt ég væri eitthvað klikkuð... það er einmitt einstakt tíðarfar þar núna, fók ennþá að baða sig í ám og sjó... Allavega, við fórum hele familien (vorum þar 13 saman) um síðustu helgi á Mývatn en eins og Helga eflaust veit þá var vitlaust verður þarna nánast alla helgina og við fórum eiginlega ekkert frá bænum hennar Veigu, jú einu sinni í sund en annars vorum við bara þar að ganga frá hinu og þessu og húsið þarna er nánast orðið eins og safn, ekkert smá flott, við ættum nú að stenfa einhvertímann á saumó þarna fyrir norðan ;o)
Endilega látið mig vita með vikuna 6-10 okt.
Verðum í bandi, verð að rjúka á fund
Knús
Heiða (fer í fyrramálið kl 8.00)

september 22, 2003
Helgarrapportið
Sælar stúlkur, hefst þá rappið....
Fimmtudagurinn 18.september: Vorum allar á morgunvakt og áttum allar þriggja daga helgarfrí í vændum með tilheyrandi partýum og látum. Við buðum Önnu lækni í mat og svo drifum við okkur á KK og Magnús Eiríksson. Hlökkuðum voðalega til, ætluðum svo sannarlega að sýna Húsvíkingum að við værum engir félagsskítar. Well, það mættu 26 fyrir utan okkur fjórar á þessa tónleika, spurning um hverjir séu félagsskítar við eða Húsvíkingarnir????? En það var mjög gaman og við skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir að þurfa að sitja í úlpu með vetlinga og húfu inni í tónleikasalnum.

Föstudagur 19.september: Partýdagurinn runninn upp. Farið í ríkið og í vinnunna til að peppa fólkið upp í party aldarinnar. Þetta var mjög skemmtilegt party, mættu nokkuð margir og sátum við á tjattinu langt fram á nótt en síðustu gestirnir fóru heim klukkan fimm. Við vorum að sjálfsögðu með þema sem var Roxanne en við áttum ekki Roxanne lagið og breyttum því þá bara þemanu í mikla drykkju og það gekk eftir. Við Ólína enduðum kvöldið með því að syngja "sofðu unga ástin mín" (raddað) fyrir hana Álfheiði og reyndum svo að þræta fyrir það að við hefðum verið fullar.

Laugardagurinn 20.september: Ef við héldum virkilega að við gætum haldið upp á party aldarinnar þá var það hinn mesti miskilningur því okkur var boðið í stærsta og flottasta partýið sem ég hef nokkurntímann farið í á laugardagskvöldinu!!!!! Eftir tónleikana með KK á fimmtudeginum héldum við að Húsvíkingar væru gjörsamlega glataðir djammarar. Stelpurnar sem mættu í partýið á föstudagskvöldinu bættu þó ímyndina og við komumst að því að inn á milli leynast miklir djammhundar. Málið er bara að þekkja rétta fólkið á Húsavík. Með okkur vinna þrjár undar snótir þær: Ágústa, Edda og Ingibjörg. Þær eru hjúkrunarfræðingar eins og við og miklir stuðboltar og þær komu okkur í flottasta party sem um getur!!!!! Vinur þeirra Eddu og Ingibjargar sem er kokkur út á Bahama eyjum (í karabískahafinu, algjör draumur) ákvað að skella sér til landsins og halda upp á þrítugsafmælið sitt heima hjá foreldrum sínum á sveitabæ í Aðaldal. Við vorum búnar að frétta að allt sem hann gerir, gerir hann MJÖG GRAND og var þetta party engin undantekning frá reglunni. Honum þótti ekkert sjálfsagðara en að við myndum líka mæta þó svo að við kunnum engin deili á manninum.........
Það er mjög erfitt að gera langa sögu stutta en ég reyni. Partýið byrjaði upp í Laxárvirkjun með skoðunarferð um virkjunina og dekkjaleik. Svo var haldið heim til afmælisbarnsins og þar var búið að reisa heljarinnar tjald með hljómsveitargræjum. Svo var það maturinn namminamminamminamm. Fyrst var boðið upp á sítrónu e-ð (bara sorry kann ekki deili á þessum lystauka en hann var mjög góður). Svo var borið fram fullt af brauði og því fylgdi olívu"pestó", saltfiskur í eitthverju kryddi og einnig rækjur í álíka góðu kryddi. Svo var ætiþislamauk og pestó úr sólþurrkuðum tómötum. Held að ég sé ekki að gleyma neinu en þetta var syndsamlega gott eins og Matdísin myndi orða það. Svo í aðalrétt voru lambalundir sem bráðnuðu upp í manni, ég er bara orðin sammála honum föður mínum að lambakjöt sé besta kjöt sem hægt er að fá og meðlætið var algjört æði........
Sorry stúlkur ég verð víst að halda áfram á morgun, en áður en ég lík þessu vil ég þakka afmælisbarninu kærlega fyrir að bjóða okkur þremenningunum...... to be continued
kv. Helga

Saumaklúbbur

Hver á að halda næsta saumabklúbb. Er það Frú Heiða??

Luv, Una

september 20, 2003
Hið fullkomna epli

Það kætir mig óendanlega mikið að lenda á góðu epli. Var að sporðrenna einu slíku rétt áðan. Rautt, hart, safaríkt og sætt. Brakar svona í því þegar maður tyggur. Uhm, það kalla ég fullkomið epli. Alveg hreint frábær ávöxtur. Losna úr vinnunni eftir klukkustund. Það er kannski eins gott.

Sæl að sinni,
Epldís

september 19, 2003
Ó já helgin. Styttist í að þessi vinnudagur verði að kveldi kominn. Er að vinna á morgun en það er nú svo lítið og löðurmannlegt að það tekur því varla að tala um það. Hugsa að afslöppun verði líka á helgarplaninu mínu; í kvöld ætla ég að borða eitthvað syndsamlega gott og leggjast í vídeógláp. Annað kvöld stefnum við frönskustelpur svo á að hittast og elda saman. Góða helgi skutlur, verðum í sambandi.

Ásdís

Lifið fallega

Nú er vinnudagurinn búinn og ég á aðeins eftir að undirbúa átök næstu viku. Ég vil bara óska ykkur velfarnaðar um helgina, vona að þið njótið lífsins, það ætla ég að gera. Einn stuttur í tilefni helgarinnar:
A married man was having an affair with his secretary.
One day, their passions overcame them and they took off for her house where they made passionate love all afternoon. Exhausted from the wild sex, they fell asleep, awakening around eight PM. As the man threw on his clothes, he told the woman to take his shoes outside and rub them through the grass and dirt. Mystified, she nonetheless complied. He slipped into his shoes and drove home. "Where have you been!" demanded his wife when he entered the house. "Darling, I can't lie to you. I've been having an affair with my secretary and we've been having sex all afternoon. I fell asleep and didn't wake up until eight o'clock."
The wife glanced down at his shoes and said, "You lying bastard! You've been playing golf!"
MS

Los Helgos

Hvað á að gera um helgina Mýslur? Ég var að spá í að slappa af. kannski sjá eina ræmu eða svo. Annars ekkert planað. Heyri í ykkur.

Luv, Una

Sumarbústaður

Í dag er föstudagur og það er vel.
Ég er orðin ansi spennt að liggja með góða bók í annarri og ís í hinni, með frændsystkini á öxlinni , spilandi Fimbulfamb þar sem ég fer að sjálfsögðu með sigur af hólmi (ef Þráinn er ekki með) og spjalla fram á rauða nótt. Það lítur út fyrir að við munum fylla bústaðinn af fólki og vel það því að öll stórfjölskyldan mun heiðra okkur með nærveru sinni.
Ég tók nú forskot á sæluna í afslöppun í gær þegar ég kom heim úr vinnunni. Lagði mig að vana, þó að ég væri ekkert þreytt en skellti mér svo í göngutúr. Þegar heim var komið stóð til að þrífa allt hátt og lágt en Bachelor og rauðvínsglas heillaði þó meira. Arndís kom til mín og við fussuðum saman yfir eymd þeirra makalausu ;) Það varð því lítið úr prófayfirferð en það verður að gerast í dag, ég ætla ekki að eiga það eftir um helgina.
Föst. kveðja
Matta

september 18, 2003
Sælar

Er búin að setja teljara inn á síðUna. Nú getum við fylgst með hve margir koma inn á síðuna. Hann er í vinstra horninu. Neðst niðri.

Luv, Una tölvUnarkona

Hei, nú man ég eitt sem læknirinn skrýtni sagði. Hann kallaði mig cybourg (rétt stafsett?) og var mjög undrandi á að ég vissi ekki hvað það þýddi. Er ég svona mikið "út"? En á okkar ástkæra ylhýra þýðir þetta sem sagt hálfmennskur, hálft vélmenni. Frekar móðgandi þegar ég fer að spá í það.
dís

Hvað veit Guð?

Ég væri til í að fá bólusetningu við því sem Guð má vita...hvernig er sú tilfinning Dísin mín?

Matta

Hr. Norton er fyrst og fremst góður leikari finnst mér. Og líka dálítill töffari;)
Ég fór í mínar fyrstu bólusetningar í gærdag; fékk bóluefni við stífkrampa, mænusótt, barnaveiki, lifrarbólgu A, lifrarbólgu B og guð má vita hvað! Læknirinn var skemmtilega skrýtinn karakter, á stundum m.a.s. aðeins of skrýtinn.
Stútfull af bóluefni fór ég svo á Grænan kost með Dóru vinkonu, full tilhlökkunar og sársvöng. En, algjörlega óvænt, varð ég fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Þau eru hætt að bjóða upp á blöndu af tveimur (réttir dagsins) og eru núna bara með einn rétt dagsins á boðstólum sem að þessu sinni var fyllt kartafla. Hm, ekki svo ýkja spennandi. Chili-hvítlauksdressingin stendur þó alltaf fyrir sínu og hana má sko svolgra í sig! Restin af kvöldinu fór svo í kaffihúsahangs, mjög notalegt.

Heyrumst síðar,
kiss kiss, Ásdís

Halló skralló!
Í gær fórum við Una á The Italian Job og kom sú ágæta mynd okkur þægilega á óvart. Ég velti því reyndar lengi fyrir mér hvað Ásdís sér við Edward Norton en fólk hefur misjafnar skoðanir (við Ásdís mjög misjafnar!)
Eftir það fór ég á Vegamót til að hitta Ásdísi og Dóru en stoppaði bara stutt því ég ætlaði að fara yfir próf. Kvöldið endaði samt með því að ég hékk í símanum vel fram á þennan dag, áður en ég drattaðist í háttinn. Lítið fór því fyrir prófayfirferð en mitt mottó hefur löngum verið að fresta því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur!
Allt útlit er fyrir fjölmenni í fjölskyldubústaðarferðinni í Borgðarfirðinum um helgina og ekki er laust við að ég sé farin að hlakka til. Ég ætla að taka partýspilið með mér og leggja fjölskylduna að velli (án svindls að sjálfsögðu Þórir!).
Gaman að heyra að það sé farið að snjóa á landinu. Ég geri ráð fyrir að hjúkkan og suðvestanáttarsérfræðingurinn í hópnum hún Helga hafi fært okkur þær fréttir þó að hún hafi gleymt að skrifa undir. Jæja, nú ætla ég að fá mér e-h að borða því betra er að hlaupa í spik en kekki.
Matta

Veturinn kom með trukki. SNJÓR Í MORGUN, ALLT Á KAFI OH MY GOD

september 17, 2003
Bíó Tríó

Ég er alveg til í að sjá eina ræmu eða svo. Verðum í bandi. Og já, takk fyrir gærkvöldið stelpur. Ég hló svo mikið að það var allt í lagi að sleppa við ræktina. Magavöðvarnir fengu alveg að æfa sig í gær:)

Luv, Una

Guðrún Sveins eeeer alltaf eins!

Takk fyrir gærkveldið stúlkur, þetta var mjög skemmtilegur hittingur og Hornið er komið á topp 5 listann minn yfir kjúklingasalöt. Rosalega var gaman að hittast svona. Þetta er eins og að skella sér í tímavél og vera komin 6 ár aftur í tímann. Ég mæli með þessu.
Dagurinn í dag er búinn að vera mjög rólegur enda liggur stór hluti nemendahópsins í valnum vegna þessarar bölv.... flensu. Ég á eftir að kenna einn tíma og svo að fara yfir próf, annars er ég slök. Langar soldið í bíó í kvöld, ef einhver á tíma aflögu og langar að sóa honum í bíósal, endilega látið mig vita.
Knús
Matta

september 16, 2003
hæ hó!

Við erum einmitt að fara að hittast heim hjá mér í kvöld stelpurnar úr vinnuni til að skipuleggja árshátíð í Prag, löngu ákveðið, þannig að ég get því miður ekki hætt við það. Ef þið hittist í kvöld þá smellið á skvísuna REMBINGS-KOSSI frá mér og ég vonandi sé hana bara við annað tækifæri.
Nýjustu fréttir af okkur skötuhjúnum eru þær að við erum líklega búin að festa kaup á íbúð í Kjarrhólma ef allt gengur að óskum..... 3ja herbergja íbúð í Kjarrhólma 10.....
Læt ykkur vita hvernig þetta fer allt saman.

Knús
Heiða spennta (þetta er sko bara allt að gerast akkúrat NÚNA!!!)

Ég held að þvagblaðran í mér sé gölluð. Hún rúmar ekki nema þrjá vatnssopa í senn og þar af leiðandi er ég alltaf á hlaupum til að tæma. Þreytandi þegar maður er að reyna að vinna. Ég hafði upp á heimilisfangi og símanúmeri Ásgeirs Sigurvinssonar áðan fyrir þýsk hjón sem sögðust vera vinir hans og langaði til að koma honum á óvart. Fékk allt í einu bakþanka, á maður kannski ekkert að gera svona? Hvað ef þau þýsku eru ekki vinir hans heldur bara einhverjir brjálæðingar? Djíííí, vona að Ásgeir sé ekki heima í dag.
Líst vel á að hittast og líst alltaf vel á að borða. Það er hægt að gera bæði á veitinga- og kaffihúsi. Segið bara til.

upplýsingamiðstöð.is

Ég er til í hvað sem er. Er að fara í Rimaskóla á e-h fund en á að vera búin um kl. 16 30. Ég heyri bara í ykkur þegar ég er búin. Veit ekki ennþá hvort ég þarf að sækja skvísuna eða hvort hún kemur sér í bæinn.
MS

Hittingur

Heilar og sælar. Ég er alveg til í hitting með henni Sveinsdóttur, Guðrúnu. Hvar og hvenær eigum við að hittast. Eigum við að fara út að borða eða bara á kaffihús í kvöld? Svör óskast.

Sayonara, Una

Halló elskurnar

Ég er búin að vera í smá rusli í dag. Í síðustu viku fengum við 500 pundum of lítið í skiptimynt frá Securitas og þeir neita að bakfæra það. Ég er náttúrulega ábyrg fyrir þessu þar sem ég klikkaði á að telja pokana sem ég fékk en kvittaði bara fyrir. Ótrúlega ergjandi vægast sagt. Ég þarf samt ekkert að borga til baka þó þetta hafi verið mér að kenna. Maðurinn sem kom með skiptimyntina til okkar er núna í fríi, trúlega á okkar kostnað.

Fyrir utan þetta er bara ljómandi fínt að frétta. Nýja stelpan sem byrjaði í dag er brilljant, lofar góðu sú...

Þurfti líka að ræða smá vandamál hjá einum nýjum starfsmanni. Alltaf gaman af því!!´Eða hittþó... Er samt alltaf að verða betri og betri í því. Hann var í einhverju vondu skapi á föstudaginn og svo veikur á laugardaginn. Eins og það sé í lagi!!!

En svona er það, ef þið viljið heyra frá mér þá er það um vinnuna........ sorrý

Morkhildur markan.

Hæ hó nær og fjær!

Ég hélt kynningarfund með foreldrum í morgun þar sem allt gekk upp og ég fékk (h)rós í hnappagatið fyrir frammistöðuna só far...bara gaman að því :)
Er núna að leggja fyrir próf, ætli ég sé ekki eins og gamlingjarnir sem sitja yfir prófunum í Kennó og telja peninga svo maður ærist, ég, pikkandi á tölvuna.
Guðrún Sveins sem er aldrei eins er enn á landinu og langar til að hitta okkur ömmurnar í kvöld. Ég er til og hef talað við Unu, Hildi og Ásdísi sem ég held að séu bara galopnar fyrir smá hittingi. Hinar, ég á eftir að tala við ykkur og mun hringja áður en dagur er að kveldi kominn! Endilega fjölmennum einhvert, má alveg vera hjá mér, eða á kaffihús og sjáum Guðrúnu og sýnum okkur. Gaman væri líka að sjá kúlubreytingar á erfingjum okkar.
Knús
Matta

september 15, 2003
Þið öll!

Ég keyrði að austan í morgun, í þessu frábæra veðri og óskaði þess að ég væri ennþá í skóla. Þá hefði ég (eftir að hafa sofið aðeins lengur...ok, mikið lengur) skrópað í skólanum og farið inn í dal eða upp í Heiðmörk. Ég hefði skilið vasadiskóið eftir heima og setið á steini í klukkutíma og spáð í það hvar ég vil vera eftir 5 ár. Svo hefði ég tekið poka minn og gengið aftur heim, náð í bílinn og keypt mér ís með súkkulaðisósu.
Matta

Hæ hó

Heilar og sælar, nær og fjær! Ég horfði á heimildarmyndina um ML í gær en fannst hún ekkert sérstök. Það vantaði alla heild í hana. Það var lítið sem ekkert sýnt eða sagt frá hinum mörgu siðum okkar ML-inga. Fuss og svei. Þetta var samt gott framtak en hefði mátt gera skólanum betri skil. Hvernig fannst ykkur myndin annars?

Luv, Una

Ég fyrirgef allt eins og þú veist Ásdísin mín, eða a.m.k. flest. Ég var svo ógeðslega mygluð í morgun þegar ég vaknaði að ég bara gat varla mætt í vinnuna. Getur maður ekki hringt sig bara inn veikan vegna myglu? Nennti varla að setja á mig maskara og ég sem hef ekki farið í plokkun og litun í meira en mánuð og lít út eins og draugur. Veit svo sem ekki fyrir hvern ég ætti að líta vel út nema kannski bara fyrir sjálfa mig. Búin að panta mér tíma í plokkun og litun á miðvikudaginn. Ein vika og þrír dagar þangað til stelpurnar bruna suður. Ég er byrjuð að skipuleggja það hvernig ég ætla að hafa þetta hérna eftir að þær fara. Fyrir utan það að fara á videoleiguna þá er ég að hugsa um að skella mér á fræðsludag inn á Akureyri í sbv. offitu og önnur meltingatengd vandamál fyrstu helgina í október, hljómar spennandi. Svo er líka eitthver offitu og sykursýkisráðstefna í Mývatnssveit í oktober en ég veit ekki hvort hún sé fyrir alla og hvort hún verði helgina sem ég ætla suður. Alla hina dagana ætla ég að labba Botnsvatnshringinn og bera á mig þessi 12000 kr. krem sem ég keypti mér um daginn. Svei mér þá ég held barasta að T-svæðið hafi bara skánað af þessum undra maska sem ég fjárfesti í. Eins og snyrtivörukonan orðaði það þá er það ekki jafn gróft og feitt og það var áður en ég keypti maskann hehehe.
Er á öldrunardeildinni í dag og vinn eins og gangastúlka, var mjög fegin því, hefði ekki getað fundið til lyf svona mygluð eins og ég var. Fínt að aðstoða fólkið á fætur og sjá að það voru fleiri en ég myglaðir.

Jæja læt þetta duga í bili
ungfrú mygluð

Hæ hæ

Jæja önnur tilraun mín að skrifa, klikkaði aðeins síðast.
Gaman gaman að skrifa ég hef aldrei farið inn á neitt blogg og skoðað, hvað þá skrifað :)

Æ ég er soldið pirruð yfir að skrifa aftur, var nefnilega búin að skrifa fullt áðan.

Fínt að ´frétta af mér, gerði mér dagamun um helgina og brá mér í bæinn á laugardagskvöldið. Skemmti mér alveg konunglega. Hitti þig Matta mín ekki neitt og er það kannski ástæðan fyrir því að ég hafi skemmt mér svona vel he he. Grín ástin mín!

Ég var að gera mig að algjöru FÍFLI. Ég var að skamma krakkana því það voru 14 sem höfðu ekki skilað heimanámi af 24, aumingjar!!!
Þegar ég var búin með skammarræðuna settist ég en stóllinn ákvað að svíkja mig og rúllaði undan mér. Skammarræðan fór eiginlega fyrir bí uhu!!!

Jæja þetta er rosa sniðugt og gaman að lesa frá ykkur músirnar mínar

Heyrumst

Júlía

Gott að þú fannst gleðina á ný Þórhildur mín. Finnst betra að vita af þér þarna úti glaðri en dapurri.
Hjólaði í vinnuna í morgun í fallegu haustveðri. Sól, logn og dálítið svalt, svona rétt nóg til að verða pínu rauður á nebbanum. Það var hressandi. Er annars nokkuð spræk eftir helgina sem ég eyddí í góðu yfirlæti hjá Möttu á Lauganesveginum. Þar er gott að vera. Gáfum eldhúsreglunum hennar langt nef og drukkum rautt, hvítt og bjór og borðuðum engan fisk. Hámuðum í okkur þeim mun meira af frönskum, held að kvótinn fyrir næstu mánuðina hafi klárast þessa helgi.
Best að árétta eitt. Það eru fleiri Rangæingar í hópnum en Hildur, biðst margfaldlegrar afsökunar Helga Holta- og Landsveitarpía á þessari yfirsjón minni (fékk sko skammir frá henni um helgina) en nú er það hér með leiðrétt. Og hananú!

Kossar frá Húríseptember 14, 2003
Bókmenntahornið
Ég mæli með bókinni stórskemmtilegu: "Rokkað í Vittula". Sagan gerist í bæ á landamærum Svíþjóðar og Finnlands og segir frá uppvexti tveggja stráka. Vægast sagt mjög fyndin og vel skrifuð bók sem ég mæli eindregið með. Hún er svo skemmtileg að ég las til klukkan að verða þrjú síðustu nótt og það var laugardagsnótt og ég hefði geta verið á Völsungaballi með hljómsveitinni Von frá Sauðárkróki......hahahaha Annars urðu Völsungar, mitt bæjarlið, Íslandsmeistarar í fótbolta í 2. deild komu í veg fyrir að Selfoss liðið (hitt bæjarliðið mitt) kæmist upp í 1.deild.
Well klukkan orðin 22 og kominn næturlyfjatími.
bæbæ
Helga

Sunnudagskvold.

Bara ad lata vita ad eg fann gledina aftur i gaer. Frabaer dagur i vinnunni. Mesta sala ever og allir i godu skapi, engar kvartanir, ekkert noldur og engin mistok. Eg komst ad thvi ad eg hef gaman ad vinnunni minni! Eg var lika med tvaer nyjar stelpur i prufu og thaer voru svo godar ad eg redi thaer bara a stundinni.

Svo i gaerkvoldi forum vid skotuhju til Manchester ad borda a currymile. Ogurlega godur matur natturulega og lika gaman ad klaeda sig adeins upp. Eg er strax komin med ofnaemi fyrir svortum fotum!
Aetli madur se ekki buinn ad vera nogu lengi i vinnunni?
Heyrust sidar
Thorhildur.

september 13, 2003
Laugardagskvöld og ég er í vinnunni. Búið að vera rólegt í kvöld og það er bara fínt. Læknirinn spurði hvort ég gæti ekki sett upp nál og ég hélt það nú, sjálf ungfrú nálauppsetjari.is ætti nú að geta sett upp nál. Nála uppsetningin gekk nú ekki jafn vel og vænta mátti af konu með þennan titil (líkt og Napóleon þá kringdi hún sig þessum titli sjálf), kom ekki nálinni í fyrr en í þriðju tilraun og það í handarbakið (þoli ekki nálar í handarbökum). Ég var þá orðin verulega pirruð. Eftir að ég fékk kjarkinn aftur í að setja upp nálar (missti hann nefnilega einusinni) hafa nálaísetningar gengið eins og í sögu, oftast í fyrstu tilraun og í versta falli annarri. En ég þurfti ekki að hringja út lækninn það er fyrir öllu hjúkket.
Gleðitíðindi, ný videoleiga komin á Húsavík. Ég tók næstum handbremsubeygju á Garðarsbrautinni þegar mér varð þetta ljóst. Ný videóleiga með fullt að Friendsspólum BRAVÓ jibbíjei.
Jæja 15 mínútur þangað til nætuvaktin kemur, best að skrifa rapport.
bæjó í bili þó
Helga hjúkka

september 12, 2003
Saelar stulkur.
kossar motteknir med thokkum heida.
ekki mjog gaman ad skrifa an islenskra stafa svo eg verd stuttord.
Eg er enn hundleid a vinnunni, thad er s.s. ekki farinn ur mer frisleidinn. Hvad ef hann fer ekki og mer finnst alltaf leidinlegt?
I dag eiga foreldrar minir 39 ara brudkaupsafmaeli. Haldid thid ad einhverjir eigi eftir vera giftir svona lengi af okkar argangi. Heida verdur tha 65 ara. Hun a besta sensinn. Til hamingju, thu faerd gullid heida min.

eg er buin ad vera med pmt i tvo daga. alla vega aetla eg ad kenna thvi um. ekki er eg bara svona ergileg mannvera. langadi i eitthvad ad eta i allt gaerkvold sem eg vissi ekki hvad var. svo var sjonvarpid leidinlegt og okezie lika. leidinda lif. lika i dag. grey okezie. verdid thid svona pirradar og omogulegar lika stundum?
Lollan.

Sælar elskurnar!

Mikið rosalega hafið þið verið duglegar á Blogginu, ekkert smá gaman ;o) Það hefur einmitt verið svo mikið að gera í vinnunni að ég hef ekkert komist í að kíkka á þetta og svo einmitt í dag er ég bara ein hér eftir og rólegt að gera þannig að mér leiðist ekki einu sinni því ég hef nóg að lesa. Við erum á fullu í íbúðarleit, búin að vera að skoða útum allt og sjá einmitt að við erum sko ekki manna verst í ruslinu í kringum okkur.... djö..drasl er í kringum sumt af þessu liði.. og að sýna íbúðina sína svona, gjöramlega að kafna í skít og dóti. Ég gat varla snúið mér við inní í einni íbúðinni sem var samt yfir 100 fermetrar (Matta útsýrir fermetrana) 'Eg á bara ekki til aukatekið orð yfir þessum ósköpum, ég held maður geti hætt að kvarta og sífellt afsaka sig yfir draslinu í íbúðinni þegar maður fær gesti, og hana nú. Það er svo skírn í Vík um helgina, litla snúllan hennar Höllu að fá nafn, verður eflaust skírð í höfðið á mér.... he,he,he. Hlakka mikið til að fara. Við ljóskurnar og Titti ætlum að bruna öll á laugardeginum og vera eina nótt hjá þessum elskum fyrir austan.
Hlakka mikið til að sjá ykkur næst, hvenær skyldi það vera???

Heyrumst eftir helgina, ég skal reyna að vera duglegri.
Kossar til Þórhildar út og ykkar allra.
Heiða

Eldhúsreglurnar á Laugarnesveginum:

Eldhúsreglur

1. grein:
Í þessu eldhúsi er öll neysla áfengis stranglega bönnuð.

2. grein:
Þrátt fyrir ákvæði fyrstu greinar er heimilt að neyta hvítvíns með fiski.

3. grein:
Til hvítvíns teljast í reglum þessum allir drykkir með áfengisinnihald að hámarki 2,25% eða meira.

4. grein:
Fiskur, samkvæmt annarri grein reglna þessara, telst allur matur nema hafragrautur.

5. grein:
Verði hafragrautur á borð borinn skal hann þó einnig teljast fiskur.

6. grein:
Sé enginn matur á borð borinn, fellur fyrsta grein reglna þessara úr gildi.

Matta

Af hverju hætti ég ekki bara að taka svona próf!
Var að taka súkkulaðiprófið og þá er ég sökuð um að taka ekki til eftir mig...passar engan veginn ;)
Og hver vill vera ósköp venjulegur karakter?

HRAUN PERSÓNAN:

Þú ert ósköp venjulegur karakter og pælir ekki mikið í lífinu og tilverunni. Þú ert að öllum líkindum geðgóð og hefur gaman af hressu fólki. Þú átt auðvelt með að láta fólk, sem þykist vita alla hluti, pirra þig. Þú ert ljúf og góðhjörtuð og ekki fyrir að taka of mikið til í kringum þig. - Verði þér að góðu.

Matta
(ég var akkúrat að borða hraun þegar ég tók þetta próf)

Nú er ég hlessa!
Ég var að taka Harry Potter próf á betra.net, og komst að því að persónuleiki minn samræmist...Hagrid!!!
Hann er loðni heimski og einfaldi risinn í sögunni fyrir þá sem ekki vita.
Best að segja ekki meira:

Sem Hagrid, ertu vingjarnlegur, hlýr og umhyggjusamur. Og þó gáfnafarið sé ekki þín sterkasta hlið ertu rétttsýnn með afbrigðum.

Persónuleiki þinn laðar að þér fólk, en þráhyggja þín gagnvart hlutum sem eru ekki af þessum heimi, kemur þér stundum í eilítil vandræði gagnvart í samræðum þínum við það.

Matta Hagrid

Jamm og já

Ef þið viljið fleiri tengla á síðUna, látið mig þá vita. Ég er orðin ægilega tölvusinnuð allt í einu. Jamm og já

Uninsky

Hæ. Una takk fyrir að koma á kommentakerfi og tenglum. Þú ert tölvuskutla ;)
Notaði orðið þjáll stigbreytt áðan. Það hljómaði hálfundarlega. Annars ætti ég ekki að tala um orð, stigbreytt eða ekki, ég er sú sem er undarleg þessa dagana. Trompaðist pínu í gærkvöldi þegar ég komst að því að mamma hafði óvart hent parmigan ostbitanum mínum í ísskápstiltekt. Hann var sko það eina sem ég átti eftir að bæta út í kryddlög til að fullkomna pastaréttinn sem ég ætlaði að borða í gær. Vonbrigði kvöldsins voru því gríðarleg. Held það sé orðið tímabært að ég flytji að heiman.

epldís

Vinir

Vinur er einhver sem er alltaf við hlið þér.

Vinur er einhver sem líkar við þig þó það sé skítalykt af þér og andremman út úr þér sé eins og þú hafir verið að borða kattamat.

Vinur er einhver sem líkar við þig þó þú sért jafn ljótur og hattur
fullur af rassgötum.

Vinur er einhver sem þrífur þig eftir að þú ert búinn að gera í þig.

Vinur er einhver sem er hjá þér alla nóttina á meðan þú grætur yfir ömurlegu lífi þínu.

Vinur er einhver sem þykist líka við þig þó hann vilji frekar að þér sé nauðgað af geðveikum simpönsum og síðan kastað fyrir óða hunda.

Vinur er einhver sem þrífur klósettið þitt, ryksugar og tekur svo við ávísuninni og fer og talar ekki mikla ensku... nei, fyrirgefðu, það er húshjálpin.

Vinur er einhver sem sendir þér keðjubréf af því að hann vill að óskin hans um að verða ríkur rætist.

Þið eruð vinir mínir :)
Matta

Vei hvað það er gaman að það sé föstudagur!
Þær sem vilja slást í hóp okkar Ásdísar í rólegheitahelginni, eru velkomnar á Laugarnesveginn.
Heyrumst
Matta

Ég held að mér þætti skemmtilegra ef þetta er bara prívat því annars fær maður allt ritskoðað og þar sem ég er í einangrun fæ ég aldrei smáatriðin. Ég sé fyrir mér að ef eitthvað gerist fái ég að vita nógu mikið til að gera mig forvitna og svo engist ég af forvitni það sem eftir er. Annars vita ekki það margir af þessu nú þegar að það er ekkert hægt að segja hvað sem er?

Ég skrifaði í gær póst sem kom ekki. Pirrandi. Annars gerist svo sem aldrei neitt. Ég lá reynar andvaka í nótt með áhyggjur sem sýnir að ég er smám saman að breytast í Siggu Karls og verð þá væntanlega komin með hitapoka innan skamms. Nú er ein að hætta á laugardaginn og önnur viku seinna. Það þýðir að eftir eru ég Janet og Monika og svo nýju strákarnir tveir sem eru búnir að vinna í tvær vikur. Nú og svo tvær í hlutastarfi. Önnur heitir Mjá, eða Meaw. Hún er tælensk og kann eiginlega enga ensku. Hún byrjaði bara að þrífa í tvo tíma á dag en vildi endilega fá meiri vinnu. Þangað til hún lærir smá í ensku þarf hún því að vera í því að taka af borðum greyið. Hún er ekkert smá vinnusöm, ef allir væru eins og hún! Ég ætla að kenna henni eitthvað eitt á hverjum degi og svo verður hún orðin fín eftir smá tíma. Samt erfitt að kalla á hana. Maður kallar ekkert Mjá. Vona bara að enginn svari voff.

Hilser
Trolla.

september 11, 2003
Blessaðar


Ég er með spurningu. Á þetta að vera prívat blogg okkar eða má almenningur skoða þetta. Var bara að velta þessu fyrir mér. Matta spurði mig nefnilega af hverju ég mundi ekki linka á þessa síðu hjá mér. Ég hélt að þetta ætti að vera prívat blogg en annars er mér alveg sama. Ég skrifa ekkert ósæmilegt hérna;) Hvað finnst ykkur?

Luv, Una

Typpi

Hildur, ég held að það eina sem kæmi mér í gott skap í dag, væri góð typpasaga.
Ásdís, ég veit að það er kannski ekki við hæfi að þakka þér fyrir nóttina á netinu, en takk samt, ég vona að þú hafir sofið vel eftir þessa sorglegu mynd í gærkveldi. Það er alltaf gaman að hafa þig á Laugarnesveginum.
Ég held bara að ég sé að fá skalla eftir daginn, tók að mér forföll í allan dag og komst að því að bekkurinn minn er bara alls ekki sá versti í skólanum.
Ég vona að góðu stundirnar hafi bankað upp á hjá ykkur í dag, þær eru sannarlega ekki hjá mér.
Knús
Matta

Hildur, typpi já takk!!! Út með söguna ;)

fís

september 10, 2003
Réttritun og málfræði
Ég hef aldrei verið sterk í málfræði okkar ágæta tungumáls. Ég var skömmuð í dag af meðleigjanda mínum fyrir að hafa fallbeygt nafnið hennar vitlaust í blogginu í nótt (úuuppppppsssss), hún fyrirgaf mér þar sem klukkan var 4 um nótt og ekki hægt að ætlast til þess að maður skrifa allt rétt. Ég reyni að vanda mig hér eftir.
Matta ætti að gerast rithöfundur. Dagbók Mattheu kennara yrði án efa metsölubók. Guð hvað mér finnst þessir krakkar fyndnir hahaha. Það er greinilega miklu auðveldara að vera 11 ára og vera skotin í einhverjum en að vera 25-26 ára og skotin. Maður sendir bara miða og spyr: "viltu byrja með mér". Fáranlegur þessi deitleikur, ætli hann hringi, á ég að hringja, er of snemmt að hringja o.s.frv. Hér eftir sendir maður bara sms skilaboð og spyr hvort einhver vilji byrja með manni og fær já, nei eða kannski til baka. Er komin á þriðju og jafnframt síðustu næturvaktina, vona að þetta verði róleg nótt.
Læt þetta duga í bili
Helga hjúkka

He átti að ýta á post ekki posts
Ef þið viljið fá frekari sögu um tippin látið mig vita he he

Hei ég er búin að skrifa tvisvar og mér sýnist hvorugt hafa komið inn. Get skrifað hér svo ýti ég á posts og ekkert gerist. Ég var að þakka fyrir allar góðu kveðjurnar og segja ykkur frá ekki rössum heldur tippum sem dingluðu fyrir framan mig þegar ég var að reyna að sjúkraþjálfast í klefa stjörnukappa úr meistaradeild karla
vonandi kemur þetta inn núna
Luv Hildur

Ég hélt að skrifstofan mín væri helvíti þegar sólin skín en nú veit ég betur. Skrapp aðeins yfir til rafvirkjanna hér við hliðina og þar er svo heitt og mollulegt að kölski sjálfur yrði abbó. Læt því hér með af allri sjálfsvorkunn sem tilkomin er vegna óbærilegs hita hér innandyra. Batnandi mönnum er best að lifa.

fís

Jæja, er ekki kominn tími til að þið farið að blogga í stað þess að vinna heiðarlega vinnu.
Það mætti halda að þið hefðuð eitthvað að gera!!!

10 ástæður

til að vantreysta iðnaðarmönnum

1. Þegar pípulagningamaðurinn hefur ekki með sér nein verkfæri og hrópar forviða þegar þú opnar fyrir honum: “Þú varst svo mjóróma í símanum að ég hélt að þú værir kona!”
2. Þegar veggfóðrarinn fullvissar þig um að hann hafi bæði full atvinnuréttindi og meira að segja meistarabréf í greininni um leið og hann festir veggfóðrið á vegginn með heftibyssu.
3. Þegar þú sérð að verðmiðinn er ennþá á ÖLLUM verkfærunum.
4. Þegar veggfóðrarinn límir veggfóðurslengjurnar þversum á vegginn og fullyrðir að svona hafi þetta alltaf verið gert.
5. Þegar rafvirkinn tengir eldavélina í framlengingarsnúru sem liggur laus þvert yfir eldhúsgólfið.
6. Þegar þú sér að handbókin sem iðnaðarmaðurinn hefur með sér heitir “Gerðu það sjálfur.”
7. Þegar trésmiðurinn hittir naglann að meðaltali í annað hvert skipti.
8. Þegar málarinn birtist í skínandi hreinum samfestingi og bara með einn pensil meðferðis.
9. Þegar maðurinn sem þú réðir símleiðis til að gera við þakið, mætir á staðinn í hjólastól.
10. Þegar húsasmiðurinn sem þú samdir við um að byggja nýja einbýlishúsið, biður um helminginn fyrirfram og segir þér að leggja peningana inn á bankareikning í Sviss.

Krakkar eru hörkutól. Og stundum er kannski betra en nei. Kannski. Man þó ekki eftir svona miðum úr minni bernsku en það er nú líklega ekki mikið að marka. Langar að koma með eina aaaathugasemd í sambandi við ábendingu Tullu um kyn flugunnar og þá kyn dýra almennt: kyn og tegund, kyn og tegund....tvennt ólíkt í hugum sumra!!!!!!!!
Eyddi annars í gær öllu síðdeginu og kvöldinu í félagsskap vinnufélaga. Vorum með samráðsfund upplýsingamiðstöðvanna á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð eða "Brókinni" eins og heimamenn nefna það. Ágætis kvöld alveg hreint. Ég veit að margir málsnillingar og íslenskuséní leynast í ömmufélaginu og þess vegna langar mig til að kynna fyrir ykkur slagorðasamkeppni Rangárþings:
Rangárþing efnir til samkeppni um slagorð eða setningu sem getur orðið samnefnari þess er svæðið stendur fyrir. Fallega náttúru, mannlíf, söfn, áhugaverða staði og menningu. Slagorðið eða setningin þarf á snaggaralegan hátt að geta leitt saman ofantalin hugtök og tengst Rangárþingi. Glæsileg verðlaun í boði. Skora sérstaklega á Rangæinginn í hópnum sem enn hefur ekki bloggað!!!

Sælar að sinni
fís

Tár, bros og ostaslaufa!

Mikið rosalega held ég að það sé erfitt að vera 11 ára. Margar stórákvarðanir sem maður þarf að taka, á meðan maður er að læra að skammstafa "a.m.k." ,ákvarðanir eins og hvort maður vilji byrja með stráknum á næsta borði. Ef marka má miðana sem ég er sífellt að taka úr umferð, þá berast sumum krökkunum nokkur svona "viltu byrja með mér" bréf á dag. Ætli þessi sambandsslit séu tekin með þegar talað er um auknar skilnaðarprósentur í könnunum. Það sem mér finnst áhugaverðast við þessa miða er að oft eru þrír dálkar J N K. Þeir merkja já, nei, og kannski. Hvað er keypt með því að senda svona miða og fá "kannski" sem svar. Ætli krakkarnir mínir geti skaðast varanlega af slíkri höfnun?
Það er gott veður og því ekki hægt annað en að gleðjast, þrátt fyrir að mig langi helst að bruna heim, fá mér ostaslaufu, setja nýja U2 diskinn minn í botn og gleyma stað og stund.
Ég er orðin háð því að ráða mér sjálf og gera ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn.
Knús
Matta

Handboltarassar og pissulykt

Er á næturvakt, önnur næturvaktin af þremur. Rólegra í nótt en í fyrrinótt. Hélt reyndar að það yrði alveg brjálað að gera þar sem það virðist vera fullt tungl, nóttin er víst ekki búin þannig að það getur víst allt gerst ennþá. Það voru alveg geðveik norðurljós og stjörnbjart þegar ég var að labba í vinnuna, langt síðan ég hef séð svona mikil norðurljós.
Já ég lofaði ykkur sögu af handboltarössum :) (verð að æfa mig í að gera kall með spékoppa, mjög sætur Eva). Við Húsavíkurmeyjar gátum að sjálfsögðu ekki haldið okkur á Húsavík þessa fríhelgi frekar en aðra og ákváðum að skella okkur í menninguna á Akureyri. Í leiðinni skelltum við okkur á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Hofsós okkur finnst nefnilega svo rosalega gaman að rúnta um Norðurlandið. Hef svosem ekki mikið um þessa staði að segja nema að þeir voru mjög sætir og við fórum í kaffi til frænku Ólínar á Ólafsfirði, mjög nice. Jæja, áður en við brunuðum þennan hring náðum við í lykil af herberginu okkar á ákveðnu gistiheimili í heimabæ kóks í gleri (bara svo þið vitið það þá er kók í gleri á Íslandi bara framleitt á Akureyri). Ég tók það verki að mér að stökkva inn á þetta ágæta gistiheimili sem er rekið af konu um sextugt og sækja lyklana. GUÐ MINN GÓÐUR, ég hef aldrei á ævinni fundið svona mikla hlandlykt af nokkurri manneskju og ég sem vinn á spítala!!!!!! Aumingjast konan er greinilega með þvakleka dauðans að það var bara ekki hægt að vera nálægt henni, en við létum okkur nú samt hafa það að gista þarna um nóttina vegna þess að öll önnur gistiheimili voru full vegna þess að Landsbankinn var með árshátið á Akureyri.
Þegar við komum til baka af rúntinum fengum við okkur að borða á Greifanum, drifum okkur á gistiheimilið með hlandlyktinni, klæddum okkur, skelltum í okkur nokkrum bjórum (hefðum þurft Roxanne drykkjuleikinn) og tókum leigubíl niður í bæ (inn í bæ, suður í bæ, norður í bæ.....what ever veit ekki hvað Akureyringar kalla það að fara í bæinn). Byrjuðum á Kaffi Amor þar sem Ólína varð vitni af eiturlyfjaviðskiptum og við fengum okkur bjór og skot og sáum alla handboltarassana. Komst að því eftir að hafa sent henni Mattheu kennara sms að þetta var úrvalslið Vals í handbolta (ekki slæmt) og örugglega e-ð annað lið því þeir voru svo margir. Ykkur að segja þá eru handboltastrákar (með undantekningum að sjálfsögðu) miklu sætari en fótboltastrákar.......geisp, greinilega á næturvakt. Jæja, við nenntum náttúrulega ekki bara að hanga á Kaffi amor og skelltum okkur því yfir á Kaffi Akureyri (sem er mun betri skemmtistaður en Kaffi Reykjavík) og dönsuðum þar eins og óðar við Skúter, Kiss og aðra snillinga ;) og að sjálfsögðu mættu handboltarassarnir þangað og dilluðu sér í takt við tónlistina eins og við. Gerðist svo sem ekkert merkilegt en það er alltaf gaman að vera innan um fullt af sætum strákum. Við drifum okkur svo bara heim í hlandlyktargistiheimilið klukkan fjögur eftir að Ólína hringdi í leigubíl og stóð fyrir utana leigubílastöðina og ég keypti mér dýrustu franskar sem um getur. Við sváfum allar ágætlega um nóttina en vorum ósköp fegnar að komast heim í Höfðabrekkuna og þvo af okkur pissulyktina.
Jæja verð að vinna
Helga næturvaktarhjúkka

september 09, 2003
Rass

Já út með söguna Helga. Þurftir þú ekki á neinni að halda til að passa upp á þig?
Það er ekkert smá ergjandi að ég verð að skrifa í word og kópera svo yfir í blogger. Ég ætla samt ekki að bölva tölvunni minni eða apple!

Keypti nýjan blandara í dag og er búin að drekka bæði epla og vínberjabragði og ananas smoothie. Minn gamli blandari fékk að fara með mér í vinnuna og var drepinn um daginn. Þessi nýi er dýrari og flottari og fær ekki að fara neitt!

Eva mín, ég klæðist svörtu þar sem ég er að vinna á útfararþjónustu. Vissuð þið að Færeyingar kalla ferðaskrifstofu til útlanda útferðaþjónustu. Gaman að þessum Færeyingum.

Matta! Hvers vegna varstu að reyna að drepa fluguna. Hélt að einstæðingur eins og þú þyrftir sérstaklega á félagsskap að halda. Kannski var flugan líka karlkyns, þú veist, HANN Flugann. Vona bara að þér hafi tekist að útskýra flatarmál.

Ertu ekki að verða búin með kaflann Una Björg?!

Tulla

Vigdís

Afmælið þitt er nú í dag
og seg'ég fyrir mitt leiti
að alltaf vildi ég og allsstaðar
að yrði annað eins teiti
(eins og á laugardaginn!!)

Knús og kossar
Matta

Sagan

út með sögUna Helga! Vil vita um handboltarassana;)

Una

Þið liggið ekki á liði ykkar elskurnar! Ég fæ flugnaráð óðfluga hihi...
Þetta er dagur dauðans fyrir margar sakir (nema fyrir helv. fluguna). Tölvur bilaðar, sund liggur niðri og ég að æsa mig upp úr öllu valdi, meir að segja við 8. bekk, sem hefur verið til fyrirmyndar hingað til. Kennarafundur fram eftir, prófagerð ofl. Það sem heldur mér gangandi er lag sem Katla söng fyrir mig í gær og ég er með á heilanum...country road...! Hún er hrikalega fyndin, smámælt og mjóróma, sérstaklega fyndið þegar hún syngur línuna: West Virginia...
Það er gott að deila
Matta

Thank you for this informations girls!!! Ég ætla að kíkja á þessa síðu Ásdís.
Leitt að heyra með fluguna Matta mín - ef flugan er ekki látin þegar þú kemur heim og samviska þín heldur áfram að naga þig þá skaltu fara inn á dagfinnur.is og leita ráða, þar er dýralæknaþjónusta og neyðarnúmer.

Ég ætla svo sannarlega að hafa auga með bjórbandinu - Það væri gaman að hitta þá!

Svo að lokum ætla ég að sýna ykkur karl sem ég hannaði sjálf c";) þessi er með spékoppa! - er hann ekki sætur!

c";) kv. Eva

Ég skal færa þér flugnaspaða skratthea mín...ef Greenpeace verða ekki búin að senda Rainbow Warrier á þig! Heldur svona grimmileg meðferð á flugugreyinu finnst mér ;)
Fyrir ömmur á ferð og flugi, Eva, kíktu endilega á þessa síðu, http://www.kopenhagen.dk/, held að það séu fullt af upplýsingum þar um söfn og sýningar. Og svo góða ferð og skemmtun, þetta verður æði :)
Koss,
Epldís

Handboltarassar

Vá ef eitthvað er betra en handboltarassar, þá er það handboltarassar á Akureyri! Helga heppnishjúkka.is
Ég sakna þín Þórhildur, vildi að þú hefðir getað stoppað lengur, eða komið þegar ég var í fríi og ekki byrjuð að grána af álagi.
Gott að þér er batnað Eva mín, ég hlakka til að fá sögur frá Köben, kannski hittirðu Skúla, Böðvar og co í Bjórbandinu sem eru að gera það gott í tónlistarbransanum á Strikinu.
Annars er það að frétta af Laugarnesveginum að það er hálflátin fluga á baðinu hjá mér, ég var miður sexý eftir sturtuna í morgun að elta hana með handklæði (flugnaspaði óskast), rennblaut, kúgaðist og bölvaði árans óskapnaðinum sem vankaðist við hvert högg (komm on, hver er höggsterkur kl. kortér í sjö á morgnana?) en þurfti að skilja við hana fljúgandi á öðrum vængnum því ég var að drífa mig. Nú hef ég áhyggjur af henni. Kannski á hún 2000 afkvæmi bak við klósettkassann sem eiga nú öryrkja fyrir mömmu (ég skil þessa öryrkja svo vel ;).
Jæja, þarf að fara að útskýra flatarmál.
Knús
Matta

Til hamingju með daginn Hildur!!!, Þetta er nú alveg síðasti sjéns að óska þér til hamingju þar sem klukkan er farin að ganga þrjú.

Ég er nú bara búin að vera lasin um helgina og mætti því ekki til vinnu í dag - en ég svaf svo mikið í dag að ég get ekki sofnað núna enda er þetta minn rétti fótaferðatími. En ég er ekkert smá fegin að ég er búin að vera lasin annars hefði ég kannski misst af Köben! - Það hefði nú verið meiri skandallinn!! - vona bara að hann Vigfús minn sleppi!
Þórhildur það hefur alveg farið fram hjá mér hvað þú ert að gera úti, þetta er mjög dularfullt - þú klæðist bara svörtu, fyrsta sem kemur upp í huga mér er:spæjari eða nunna. En ég hef svarið við gátunni - það er veiðimaðurinn!!! Ég ætla að fara að ráðum þínum og rölta niður að Nýhöfn þegar ég fer til Köben og hver veit nema maður fái sér eina jónu, listamenn hafa nú gert annað eins!
Það hefur greinilega verið MJJÖÖÖGGG GAAAAMMMMAAN hjá þér Helga - Ég hlakka til að heyra meira um handboltarassana !!

kossar og knús
Eva

september 08, 2003
ˇˇFrá útlöndum

Jæja stúlkur, þá er allt frí búið og ég er “back in black”. Ég var búin að gleyma hvað það er leiðinlegt að klæðast alltaf sama litnum.
Það er gaman að monta sig af því að mín var saknað. Bæði af ungum sem öldnum. Er búin að segja nokkrum frá hvalaskoðun en ætla nú bara að halda fyrir mig hrefnuátinu.
Ég er meir að segja með frídag í viknunni. Eða þ.e.aˇˇ.s. ég var með frídag. Ég skipti við eina og á því að vera á morgun í fríi en nenni því náttúrulega ekki. Ætla í staðinn bara með Jan að líta á nýtt mögulegt kaffihús. Það verður bara gaman.
Er aftur komin inn í East Enders og þar með allt komið í sama farið.
Ég bið bara að heilsa ykkur í bili.
Una- þetta var rangt svar. Enn er möguleiki á miðunum tveimur.

Þórhildur

ˇˇHildur!
Til lukku með daginn!

Hildur

Þú einu ári eldri ert
en "lýmskt" þú eldist ekkert
því segi ég að alltaf sért
þú sannarlega "lekkert"

Kossar og kröm
Matta

Til lukku með daginn Hildur mín (rembingskoss og knús).
Er í vinnunni, þið verðið bara að afsaka það en ég get bara ekki bloggað annarsstaðar en hér :( Prófaði að blogga heima en það gekk ekki. Svo er ég líka alltaf í vinnunni! Góða skemmtun í Köben Eva, góða skemmtun í Prag Heiða og góða skemmtun í Warrington Tótulíus. Ég verð að segja ykkur frá helginni í næsta bloggi en það var MJÖG gaman og fullt af sætum handboltarössum ;)

Nurse Betty

Afmælisbarn dagsins


Til lukku með daginn Hildur mín. Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag. Hún á afmæli hún Hildur, hún á afmæli í dag. Jei


Svar við gátunni

Þar sem þetta var skrattinn þá hitti hann ömmu sína!! Fæ ég núna miðana á leikinn?


Luv, Una

Gott að vita að ferðalagið gekk vel Þórhildur mín, ég hugsaði mikið til þín í gær þegar ég var með fjarstýringuna í annarri og dagblaðið í hinni á Hótel mömmu. Ég hugsaði að nú værir þú líklega að brosa til e-h Michaels sem kemur reglulega með konunni sinni og barni til að drekka fjölskyldukaffi, en þú vissir að öðru hverju kemur hann með viðhaldinu til að hún gæti skolað síðasta tippahárinu niður með latte í háu glasi!!
Það er líklega ekki auðvelt að vera partur af lífi fastagestanna.
Ég er að hugsa um að fara að gera e-h af viti, þarf ekki að byrja að kenna fyrr en 9. 30 (sældarlíf) en mætti hér í morgun (stundargeðveikisdugnaður) en hangi bara á netinu.
Þar til næst
Matta

september 07, 2003
Vodaleg leti er thetta i ykkur. nennid thid bara ad blogga i vinnunni. Ferdalagid gekk bara vel og eg var komin heim um 10 leytid. Er nuna ad ljuka fyrsta vinnudeginum sem var bara finn eftir allt saman. Enda lika rolegt a sunnudogum.

Aetlar engin ad koma med svar vid gatunni?
Thorhildur i utlondum

Maður á ekki að djamma þegar maður þarf að mæta til vinnu morguninn eftir.
Matta er súperdúperofurbílstjóraskutla. Takk gull :-)

fís

september 05, 2003
Helgarfí­lingur

Góða skemmtun Helga um helgina. Passaðu þig á strákunum þar sem við erum ekki til staðar til að bjarga þér. Skemmtu þér fallega eins og mamma þí­n segir alltaf.

Eva á að skemmta sér vel í­ Köben og veistu það er alveg nóg að rölta um á­ Nyhavn til að fá innblástur. Nú eða bara fá sér einn öllara (Ásdí­s leggur reyndar til að þú prófir jónu).

Ég kveð land og þjóð með söknuð og trega í­ hjarta. En hlakka lí­ka til að hitta karlinn minn sem saknar mín sárt. Hlakka reyndar ekki til að fara að vinna. Lofa samt að vera dugleg á blogginu, þ.e. ef þið eruð duglegar! Vara samt við að ég verð örugglega soldið kvartsár yfir vinnunni. Þá bara lesið þið framhjá.

Áfram Ísland. Kossar og knús Þórhildur

Gáta. Fyrstu verðlaun eru tveir miðar á landsleikinn á morgun.

Maður gekk niður þrjár hæðir. Á efstu hæðinni hitti hann dúfu. Á miðhæðinni hitti hann ref. Hvað hitti hann á neðstu hæðinni?

Þórhildur og Ásdís.

GÓÐA HELGI!!!!! ALLAR!!!

kiss kiss EVA

Meðan þið eruð á breskum bíódögum í bænum verð ég á bíódögum - rúv í Vík í Mýrdal!!! Þar verða sýndar myndir sem voru framleiddar um 1973 og jafnvel fyrr!! Já, já það er ekkert alltaf best að búa í bænum stelpur mínar!
Nei, nei, en var ég búin að segja ykkur hvað ég er að fara að gera skemmtilegt næstu helgi!! Við Vigfús ætlum að fara út til Köben í TÍVOLÍÐ á STUÐMANNATÓNLEIKA það verður örugglega geðveikt gaman!!! Ég er farin að hlakka geðveikt til.
Ásdís þar sem þú ert upplýsingafulltrúinn í hópnum, veist þú hvar ég get fengið upplýsingar um listasöfn í Köben?, þá á ég helst við einhvern bækling eða e-t svoleiðis? Ég ætla að fara á einhver listasöfn og fá andann yfir mig, þið vitið!!

Knús og kossar
EVA

Hæ!!!!!!!!!!!!! Þetta er nú alveg stórkostlegt!! Una tölvugúru!!, mér líst rosalega vel á þetta BLOGG!! meira að segja ég sem féll í tölvu í ML get notað þetta! Ég fékk sjokk þegar ég opnaði pósthólfið mitt áðan og sá að það voru 36 bréf sem biðu mín. Ég er búin að vera í klst að lesa samræður ykkar ! Þetta er alveg frábært - ég styð tölvunotkun, ég styð Blogg!!!

Kveðja frá Vík
Eva

JIBBÍ HELGARFRÍ!!!!!!!!!!!!
Á leið á djammið á Akureyri á morgun, nennum engu í kvöld og ætlum bara að halda okkur á Húsavík.
Óska ykkur góðrar helgar.
Kv. Nightingale

Kæru vinir nær og fjær!
Nú fer þessum föstudagsvinnudegi senn að ljúka og upp ljúkast dyr skemmtunar og skralls. Reyndar verður skrallið aðallega í formi svefns, tedrykkju og bíógláps en allt er skrall í harðindum.
Ég ætla að lýsa yfir ánægju minni með að það sé komin helgi.
Húrra
Skrall-thea

Föstudagur til frægðar.

TAKK fyrir að bjarga tímanum Una mín, þú ert sannkallaður bjargvættur! Í grasinu. Nú get ég sofið sæl það sem eftir er;) Þórhildur, ég er með uppástungu: ekki fara og vertu bara hér hjá okkur!! :)
Glöð að geta bloggað, reyndi í morgun en tókst ekki. Er hægt að kommenta á það sem við skrifum? Tíðindalítill dagur annars. Hringdi reyndar grautfúl kona í okkur áðan og hellti sér yfir mig út af týndri regnhlíf. Kom svo í ljós að hún hélt að hún væri að tala við Vík en regnhlífin góða gleymdist víst þar í uppló. Kella sakaði svo hálfpartinn Sigrúnu Lilju (fyrrv. starfsmaður uppló í Vík) um að hafa stolið henni. Hef enga enga þolinmæði til að hlusta á svona væl og losaði mig því við kellu með hæfilegu magni af sinnuleysi. Nennti sko ekki að þykjast hafa áhuga. Gaman að því. Eða eins og Skúli sagði um okkur u-starfsmennina: "we're here to serve you"!

ölsalaGott að heyra Mandla mín. Hvenær ætlið þið að fara í bíó? Ég er að fara í Cityið í kvöld í afmæli til míns ástkæra bróður. Látið mig vita ef þið farið í bíó á laugardag eða á hvíldardaginn.

Una

Föstudagurinn laaaangi!!


Jæja elskurnar mínar! Þetta er langur og strangur föstudagur með tilheyrandi fiðringi hjá ungum jafnt sem öldnum. Einn nemandi minn spurði mig hvort ég hefði verið hippi í gamla daga...hvort telst ég þá vera ung eða aldin ? Maður bara spyr sig, ég þarf greinilega að fræða þau um hvernær hippatímabilið var, eða hætta að akta eins og mamma mín.
Ég er heit fyrir bíódögum um helgina (eftir að ég er búin að smygla koppi inn á elliheimilið hennar langömmu minnar í Hverbakaríis taupoka) og jafnvel kaffihúsi.
Ég er endurnærð eftir hitting gærkveldsins og tek þessum degi því eins og hverju öðru hundsbiti og læt allar áhyggjur líða um dal og hól (engin furða að nemandinn hafi haldið að ég hefði verið uppi í gamla daga!). Hildur, þú færð ágætiseinkunn fyrir kræsingar og notalegheit, ég mun sakna Engihjallans.
Nú fer Þórhildur vinnualki að halda heim á leið, leið mun ég verða, leið mun ég aftur upp rísa á mánudaginn :( en ég ætla að nota tímann, enn er dagur eftir og það er vel.
Knús og kröm
Mandla

Neiiii

Það fór eins og ég átti von á. Ég fékk loksins svar frá Jan, yfirmanneskju minni sem er búin að vera að leysa mig af. Hún hélt að ég yrði komin til vinnu á laugardaginn og ætlaði að vera þá í fríi í fyrsta sinn í svona tvær og hálfa viku. Svo hræddi hún mig með því að það er búið að ganga mjög erfiðlega að ráða fólk, allir farnir aftur í college og í gær voru þrír veikir. Þarf ég að fara aftur í vinnuna? Verður maður, er það partur af programmet? ÉG er ekki að nenna þessu. Núna tekur sem sagt við vinna án frídaga. Gott að ég er búin að safna forða til að missa af lærum, rassi og maga. TAkk Hildur fyrir kræsingarnar í gær, þær verða víst að halda í mér lífinu í nokkrar vikur. Ætli það sé of seint að sækja um skóla? Hjúkrunarfræðingar eru velkomnir til Warrington ef þeir missa vinnuna.
Þórhildur sem vill bara vera í fríi

september 04, 2003
Ó MÆ GAD....... hjúkrunarfræðingar eru í losti!!!!!!!!!!!!!! Ráðamenn Landspítala Háskólasjúkrahúss eru að hóta uppsögnum. Ekki 1 eða 2 heldur 200-400 manns gætu misst vinnuna þar á bæ og það á að skera niður þjónustuna, djöfulsins rugludallar eru þetta. Ég er nú bara að hugsa um að flytja til útlanda, hej Norege!!!!

Keppni

Mér finnst að við ættum að koma af stað keppni. Sú sem verður síðust til að blogga, þ.e.a.s. sú sem hefur aldrei bloggað, verður að gera eitthvað róttækt. Hvernig finnst ykkur það.? Hvað eigum við að láta hana gera?

Una

Nei nei nei

Nei nei Þórhildur mín þetta var ekki allt þér að kenna. Vonaði að þú mundir sjá þetta og segja eitthvað. Þetta var bara svo fyndið og þú hagræðir líka sannleikanum þér í hag. HAHAHAHA. Við gerðum það núna.

Luv, Una

Jæja þetta er greinilega að takast hjá mér. Ég held að ég neyðist til að fara inn á einkabloggsíðuna hennar Unu, eru ófarir helgarinnar semsagt þar í beinni útsendingu???? Mér finnst þetta bara fyndið og ég veit að Þórhildur var ekki bara forvitin heldur líka góð vinkona að koma mér til bjargar ef þess hefði þurft með. TAKK ÞÓRHILDUR.
Hérna er bara sól og endalaus blíða. Ég er farin að halda að það sé bara alltaf gott veður á Húsavík. Þessa stundina er sunnanvindur og 18 stiga hiti og sól. Ég fór nú samt ekkert út að sóla mig í dag, heldur hékk ég inni og tók til í herberginu mínu sem var farið að lifna við og skrifaði 6 geisladiska.
Jæja núna verð ég að drífa mig að gera e-ð. Hlakka til að fá fréttir af áráttu-þráhyggju umræðunni sem á að vera í saumó í kvöld.
Helga hjúkka

Hjúkkan að prufukeyra programmið í vinnunni, sjáum hvort þetta virki hjá mér núna..
kv. Helga hjúkka

Þráhyggja
´
Í ljósi komments Ásdísar um klukkuna þá legg ég til að umræðuefni kvöldsins sé fullkomnunarárátta og önnur slík þráhyggja.
Við Kristín Kara erum búnar að spila veiðimann, þjóf, can can og tunnu. Það er búið að vera mjög skemmtilegt.
Ég vil líka mótmæla þeirri meðferð sem ég fæ á einkabloggi Unu. Ég er ekki til í að taka á mig alla ábyrgð á skelfileika föstudagskvöldsins. Það er ekki sanngjarnt að kenna mér um einni (snökt, snökt)
Þórhildur

Sælar mínar kæru!!!
Vanfærar já seinfærar......hummm það koma víst einvhersstaðar fram en þetta getum við víst líka ;o)
Vá hvað þetta er bráðsniðugt og skemmtilegt svona Blogger... það verður gaman að fylgjast með Asíuförunum..
Kolbilað veður hér í borginni líka og ég þarf einmitt að hendast útí Kringlu með pappírana í greiðslumat, nú fer þetta vonandi að hefjast hjá okkur hjónakornunum.
Fer að styttast í Prag ferð hjá okkur ;o)
Mér þykir leitt að hitta ekki á ykkur í kvöld en það bíður betri tíma.
Góða skemmtun

Heiða breiða

Klukkan

Búin að laga klukkUna Físa mín.

Uninsky

Verð að taka þessari áskorun Þórhildar og prófa...er reyndar á leiðinni heim, út í brjálað rok og rigningu og ég er á hjóli!!!! Sem betur fer með vindinn í bakið. Hlakka til í kvöld.
fís

P.S. Er ekki hægt að laga klukkuna einhvern veginn? Pirrar mig nefnilega oggupínuponslulítið...

Blessaðar

Eru sumar okkar svolítið seinfærar? Eða bara vanfærar? Skildu kannski ekki leiðbeiningarnar. Vonandi verður Una með kúrs í þessu í kvöld. Ég verð bara á ralli þangað til. Ætla í bæinn um hádegisbil, svo á dekurdag með Kristínu Köru frænku minni. Það verður örugglega mjög gaman því hún er svo bráðfyndin og skemmtileg.
Skora á Ásdísi að blogga fyrir kvöldið.
Þ.

Sælar

Fór út að borða á Horninu í gær. Það var ekkert smá gaman að hitta Skerjógengið og Maríönnu hina óléttu aftur. Hlakka til að hitta ykkur í saumó í kvöld.

Luv, Una

Saumó nálgast eins og óð fluga... best að hafa með sér reglustikUna ef í nauðirnar rekur! Ég vil sjá skoðanaskipti og blóðugar umræður hér á þessu gamlingjanefnandi bloggi okkar. Er að spá í að koma með eitthvað komment um hvalveiðar eða um herinn til að fá smá viðbrögð!
Annars þarf ég að hanga á gys.is allan daginn.
Það er ekki gott fyrir ferilskrána ;)
Knús
Matthea Kennaradóttir

september 03, 2003
Leiðrétting 2

Best væri að snúa sér beint til framleiðanda með Doritos kvörtunina Þórhildur mín en auðvitað er 70 mínútna vettvangurinn ekki verri en hver annar.
Nú loksins þegar ég er búin að finna virðingu mína aftur eftir föstudagsævintýrið með Helgu og co. er ég búin að týna andanum. Ég er alveg andlaus í blogginu og ætti því að hætta þessu þvaðri.
Ef þið sjáið grettilegan 11 ára krakka með anda minn í skjóðu, vinsamlegast komið fyrir hann fæti, ég þarfnast hans fyrir kristinfræðitímann á morgun.
Skratthea

Leiðrétting

Veit einhver símanúmerið hjá PoppTíVí. Ég þarf nefnilega að koma með aaathugasemd. Þeir kunna greinilega ekki að skrifa Dorritos! Hafa bara eitt r í því. Þoli ekki svona hrikalegar stafsetningarvillur. Allir vita að ekki geri ég mistök. Ég held bara að ég hringi í þá núna og komi þessu á framfæri. Málrækt er nefnilega mikilvæg. Mikilvægari en vatn, mikilvægari en súrefni. Það finnst mörgum, ekki bara mér.
Þórhildur.

Hér sitjum við og getum ekki annað. Borðum dorritos til að líta út eins og Birgitta Haukdal sem hakkar það í sig í 70 mínutum. Höfum heyrt að dorritos hafi gefið henni bæði fallegu húðina og ljótu derhúfuna. Við viljum samt bara fá húðina. Nóg var að hafa sítt að aftan í den. Matta var samt meiri tískufrík en Þórhildur og var með skott.

Við reyndum að slúðra áðan en kunnum ekkert slúður og horfðumst bara djúpt í augun. Það var ágætt en frekar leiðigjarnt samt til lengdar. Bara frekar.

Verður maður að fá sér grifflur? Eða erum við ömmurnar orðnar nógu gamlar til að sitja hjá? Svör óskast.
Matta og Þórhildur

Ungfrú

Ég var ávörpuð sem ungfrú í dag. Þá fannst mér ég vera voðalega virðuleg:) Þetta var einhver kona sem var að koma frá lögfræðingnum sem vinnur með mér. Ekki slæmt. Fór á Sweet Sixteen í gær og fannst hún æði. Ef einhver á eftir að fara á sjóræningja myndina með Johnny Depp þá megið þið láta mig vita. Langar svo agalega á hana um helgina og reynda líka á fleiri myndir á bresku kvikmyndahátíðinni.

Luv, Una

Neeeeiiiii nýja bloggið mitt datt út :(
Ég er sko ekki að fíla þetta, ekki alveg minn dagur í dag. Tveir grétu á öxl minni á meðan ég henti einum út með annarri og reyndi að stía tveimur í sundur með hinni. Sumir dagar mættu alveg strokast út eins og bloggið sem ég reyndi að publisha áðan.
arg

Jæja Skutlur þá erum við farnar að blogga: Til lukku með það:)

Skyldi þetta virka!?